Kosið í skugga Trumps

Kosið í skugga Trumps

Grænlendingar ganga í dag að kjörborðinu og kjósa 31 nýjan þingmann á Inatsisartut, grænlenska þinginu.

Kosið í skugga Trumps

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 11. mars 2025

00:00
00:00

Græn­lend­ing­ar ganga í dag að kjör­borðinu og kjósa 31 nýj­an þing­mann á Inatsis­artut, græn­lenska þing­inu.

Græn­lend­ing­ar ganga í dag að kjör­borðinu og kjósa 31 nýj­an þing­mann á Inatsis­artut, græn­lenska þing­inu.

Úrslit­in gætu varpað ljósi á hvenær þjóðin, sem tel­ur 57 þúsund manns, mun sækj­ast eft­ir sjálf­stæði frá Dön­um sem meiri­hluti Græn­lend­inga styður.

Kosn­ing­arn­ar í ár eru haldn­ar í skugga nýs Banda­ríkja­for­seta sem hef­ur heitið því að ná tök­um á eyj­unni „með ein­um eða öðrum hætti“.

Grænlendingar velja sér nýja þingmenn í dag.
Græn­lend­ing­ar velja sér nýja þing­menn í dag. Annie Spratt/​Unsplash

Vilja ekki Trump

Hans Kaali Dav­idsen, íbúi í græn­lensku höfuðborg­inni Nuuk, seg­ir Græn­lend­inga ekki hafa áhuga á að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti taki Græn­land yfir.

„Trump, hvernig hann hef­ur farið með sín eig­in stjórn­mál og sitt eigið land og hvernig allt er að þró­ast í Banda­ríkj­un­um – nei, við vilj­um hann ekki,“ seg­ir Dav­idsen við frétta­stofu AFP.

Hann seg­ir áhuga for­set­ans á Græn­landi þó hafa varpað at­hygli heims­byggðar­inn­ar á norður­slóðir.

„All­ir eru nú að ein­blína á okk­ur. Að því leyt­inu til er þetta já­kvætt.“

Tíma­lín­an óskýr

Yf­ir­gnæf­andi meiri­hluti Græn­lend­inga eru Inúít­ar, eða tæp 90%. Græn­lend­ing­ar hafa lengi lýst óánægju sinni með fram­komu danskra stjórn­valda gagn­vart þjóðinni.

All­ir stærstu flokk­arn­ir sem kepp­ast nú um at­kvæði Græn­lend­inga eru hliðholl­ir sjálf­stæði. Eini ágrein­ing­ur­inn er um hve fljótt það gæti raun­gerst.

Stjórn­ar­and­stöðuflokk­ur­inn Nal­eraq vill að Græn­lend­ing­ar sæk­ist eft­ir sjálf­stæði sem fyrst. Vinstri flokk­arn­ir Inuit Ataqatigiit og Siumut, sem skipa nú meiri­hlut­ann, vilja frek­ar bíða eft­ir því að fara fram á sjálf­stæði þar til eyj­an er fjár­hags­lega sjálf­stæð.

Sjald­gæf­ir málm­ar gætu hjálpað

Græn­lend­ing­ar reiða sig einna helst á sjáv­ar­út­veg­inn, en sjáv­ar­af­urðir telja næst­um all­an út­flutn­ing eyj­unn­ar.

Einn fimmti af vergri lands­fram­leiðslu lands­ins eru rík­is­styrk­ir frá Dan­mörku.

Helstu tals­menn þess að Græn­lend­ing­ar sæki um sjálf­stæði hið fyrsta benda á að Græn­lend­ing­ar muni bráðum ná meira fjár­hags­legu sjálf­stæði vegna vinnslu á sjald­gæf­um málm­um úr jörðu en slíkt hef­ur farið vax­andi und­an­far­in ár.

mbl.is