Ný stefna í öryggismálum og ómannaður kafbátur

Varnarmál Íslands | 11. mars 2025

Ný stefna í öryggismálum og ómannaður kafbátur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra kynnti ríkisstjórn í dag tillögu að mótun stefnu í öryggis- og varnarmálum Íslands en stefnt er að leggja fram drög að stefnunni fyrir lok vorþings. Þá verður á sama tíma farið í aðgerðir til þess að styrkja varnarviðbragð Íslands.

Ný stefna í öryggismálum og ómannaður kafbátur

Varnarmál Íslands | 11. mars 2025

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra kynnti rík­is­stjórn í dag til­lögu að mót­un stefnu í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um Íslands en stefnt er að leggja fram drög að stefn­unni fyr­ir lok vorþings. Þá verður á sama tíma farið í aðgerðir til þess að styrkja varn­ar­viðbragð Íslands.

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra kynnti rík­is­stjórn í dag til­lögu að mót­un stefnu í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um Íslands en stefnt er að leggja fram drög að stefn­unni fyr­ir lok vorþings. Þá verður á sama tíma farið í aðgerðir til þess að styrkja varn­ar­viðbragð Íslands.

Sam­hliða þessu á að koma upp samþætt­ing­armiðstöð ör­ygg­is- og varn­ar­mála milli mis­mun­andi stofn­ana, taka ómannaðan eft­ir­lit­skaf­bát í notk­un og kaupa búnað til að nema og stöðva ólög­lega dróna.

Þetta seg­ir í sam­eig­in­legri til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu og dóms­málaráðuneyt­inu.

Ætlað að lýsa helstu ör­ygg­is­áskor­un­um

Seg­ir þar enn frem­ur að komið hafi fram í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar að mótuð yrði ör­ygg­is- og varna­mála­stefna.

Henni sé ætlað að lýsa helstu ör­ygg­is­áskor­un­um til lengri og skemmri tíma með áherslu á ytri ógn­ir og draga fram mark­mið Íslands í alþjóðlegu ör­ygg­is- og varn­ar­sam­starfi.

Þá mun hún einnig fjalla um nauðsyn­leg­an varn­ar­viðbúnað, skipu­lag og getu sem þurfi að vera til staðar á Íslandi, auk þess að benda á hugs­an­leg­ar um­bæt­ur á laga- og stofnanaum­gjörð varn­ar­mála.

Þörf­in knýj­andi

„Þörf­in á styrk­ingu í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um er knýj­andi og því hef ég flýtt þess­ari stefnu­mót­un, sem unn­in verður í sam­starfi við alla flokka á Alþingi,“ er haft eft­ir Þor­gerði Katrínu ut­an­rík­is­ráðherra.

„Við þurf­um að sjá til þess að hér sé til staðar nauðsyn­leg þekk­ing, geta og innviðir til að tryggja ör­yggi Íslands í sam­starfi við banda­lags­ríki okk­ar. Í dag erum við ekki aðeins að ýta úr vör stefnu­mót­un held­ur einnig aðgerðum.“

Óskað eft­ir áliti frá inn­lend­um og er­lend­um sér­fræðing­um 

Kem­ur fram að byggt verði á stefn­um og skuld­bind­ing­um sem Ísland hef­ur tek­ist á hend­ur og átt þátt í að þróa, m.a. inn­an Atlants­hafs­banda­lags­ins og á grund­velli varn­ar­samn­ings­ins við Banda­rík­in og svæðis­bund­ins varn­ar­sam­starfs.

Þá verður sett­ur á fót sam­ráðshóp­ur þing­manna allra flokka sem eiga sæti á Alþingi til þess að ræða inn­tak og áhersl­ur stefn­unn­ar. Jafn­framt verður óskað álits frá inn­lend­um og er­lend­um sér­fræðing­um á sviði ör­ygg­is- og varn­ar­mála og verður náið sam­ráð haft við ut­an­rík­is­mála­nefnd, ráðherra­nefnd um ör­ygg­is- og varn­ar­mál og þjóðarör­ygg­is­ráð.

Kaupa búnað til að nema og stöðva ólög­lega dróna

„Á sama tíma og þessi vinna hefst verður ráðist í nauðsyn­leg­ar aðgerðir til að styrkja varn­ar­viðbragð Íslands og stöðu lands­ins sem sam­starfsaðila banda­lags­ríkja í varn­ar­mál­um, inn­an nú­ver­andi fjár­heim­ilda til varn­ar­mála. Þar er m.a. horft til þess að auka sam­legð í starfi stofn­ana á þessu sviði með auknu sam­starfi, efldri vökt­un­ar- og viðbragðsgetu og kaup­um á sér­hæfðum búnaði.

Meðal aðgerða sem ráðist verður í er upp­setn­ing á samþætt­ing­armiðstöð ör­ygg­is- og varn­ar­mála á varn­ar­mála­skrif­stofu ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins í sam­vinnu við rík­is­lög­reglu­stjóra, Land­helg­is­gæsl­una og CERT-IS. Þá verður ómannaður eft­ir­lit­skaf­bát­ur tek­inn í notk­un í sam­vinnu við Land­helg­is­gæsl­una til að efla eft­ir­lit með sæ­strengj­um og höfn­um. Eft­ir­lit með netárás­um verður sömu­leiðis eflt, ör­ugg fjar­skipti bætt og ráðist í kaup á búnaði til að nema og stöðva ólög­lega dróna,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

mbl.is