Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra kynnti ríkisstjórn í dag tillögu að mótun stefnu í öryggis- og varnarmálum Íslands en stefnt er að leggja fram drög að stefnunni fyrir lok vorþings. Þá verður á sama tíma farið í aðgerðir til þess að styrkja varnarviðbragð Íslands.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra kynnti ríkisstjórn í dag tillögu að mótun stefnu í öryggis- og varnarmálum Íslands en stefnt er að leggja fram drög að stefnunni fyrir lok vorþings. Þá verður á sama tíma farið í aðgerðir til þess að styrkja varnarviðbragð Íslands.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra kynnti ríkisstjórn í dag tillögu að mótun stefnu í öryggis- og varnarmálum Íslands en stefnt er að leggja fram drög að stefnunni fyrir lok vorþings. Þá verður á sama tíma farið í aðgerðir til þess að styrkja varnarviðbragð Íslands.
Samhliða þessu á að koma upp samþættingarmiðstöð öryggis- og varnarmála milli mismunandi stofnana, taka ómannaðan eftirlitskafbát í notkun og kaupa búnað til að nema og stöðva ólöglega dróna.
Þetta segir í sameiginlegri tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu og dómsmálaráðuneytinu.
Segir þar enn fremur að komið hafi fram í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að mótuð yrði öryggis- og varnamálastefna.
Henni sé ætlað að lýsa helstu öryggisáskorunum til lengri og skemmri tíma með áherslu á ytri ógnir og draga fram markmið Íslands í alþjóðlegu öryggis- og varnarsamstarfi.
Þá mun hún einnig fjalla um nauðsynlegan varnarviðbúnað, skipulag og getu sem þurfi að vera til staðar á Íslandi, auk þess að benda á hugsanlegar umbætur á laga- og stofnanaumgjörð varnarmála.
„Þörfin á styrkingu í öryggis- og varnarmálum er knýjandi og því hef ég flýtt þessari stefnumótun, sem unnin verður í samstarfi við alla flokka á Alþingi,“ er haft eftir Þorgerði Katrínu utanríkisráðherra.
„Við þurfum að sjá til þess að hér sé til staðar nauðsynleg þekking, geta og innviðir til að tryggja öryggi Íslands í samstarfi við bandalagsríki okkar. Í dag erum við ekki aðeins að ýta úr vör stefnumótun heldur einnig aðgerðum.“
Kemur fram að byggt verði á stefnum og skuldbindingum sem Ísland hefur tekist á hendur og átt þátt í að þróa, m.a. innan Atlantshafsbandalagsins og á grundvelli varnarsamningsins við Bandaríkin og svæðisbundins varnarsamstarfs.
Þá verður settur á fót samráðshópur þingmanna allra flokka sem eiga sæti á Alþingi til þess að ræða inntak og áherslur stefnunnar. Jafnframt verður óskað álits frá innlendum og erlendum sérfræðingum á sviði öryggis- og varnarmála og verður náið samráð haft við utanríkismálanefnd, ráðherranefnd um öryggis- og varnarmál og þjóðaröryggisráð.
„Á sama tíma og þessi vinna hefst verður ráðist í nauðsynlegar aðgerðir til að styrkja varnarviðbragð Íslands og stöðu landsins sem samstarfsaðila bandalagsríkja í varnarmálum, innan núverandi fjárheimilda til varnarmála. Þar er m.a. horft til þess að auka samlegð í starfi stofnana á þessu sviði með auknu samstarfi, efldri vöktunar- og viðbragðsgetu og kaupum á sérhæfðum búnaði.
Meðal aðgerða sem ráðist verður í er uppsetning á samþættingarmiðstöð öryggis- og varnarmála á varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins í samvinnu við ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæsluna og CERT-IS. Þá verður ómannaður eftirlitskafbátur tekinn í notkun í samvinnu við Landhelgisgæsluna til að efla eftirlit með sæstrengjum og höfnum. Eftirlit með netárásum verður sömuleiðis eflt, örugg fjarskipti bætt og ráðist í kaup á búnaði til að nema og stöðva ólöglega dróna,“ segir í tilkynningunni.