Sérstakt varnarmálaráðuneyti ekki í bígerð

Varnarmál Íslands | 11. mars 2025

Sérstakt varnarmálaráðuneyti ekki í bígerð

Ekki kemur til greina á þessum tímapunkti að setja á fót sérstakt varnarmálaráðuneyti en vinna tengd varnarmálum í utanríkisráðuneytinu er að aukast.

Sérstakt varnarmálaráðuneyti ekki í bígerð

Varnarmál Íslands | 11. mars 2025

Þorgerður Katrín ræddi við mbl.is.
Þorgerður Katrín ræddi við mbl.is. mbl.is/Karítas

Ekki kem­ur til greina á þess­um tíma­punkti að setja á fót sér­stakt varn­ar­málaráðuneyti en vinna tengd varn­ar­mál­um í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu er að aukast.

Ekki kem­ur til greina á þess­um tíma­punkti að setja á fót sér­stakt varn­ar­málaráðuneyti en vinna tengd varn­ar­mál­um í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu er að aukast.

Þetta seg­ir Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra í sam­tali við mbl.is.

Þor­gerður kynnti rík­is­stjórn­inni í dag til­lögu að mót­un stefnu í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um Íslands. Þar kem­ur meðal ann­ars fram að koma eigi upp samþætt­ing­armiðstöð ör­ygg­is- og varn­ar­mála í sam­vinnu við rík­is­lög­reglu­stjóra, Land­helg­is­gæsl­una og CERT-IS.

Einnig á að taka í gagnið ómannaðan kaf­bát til að sinna eft­ir­liti neðan­sjáv­ar, kaupa búnað til að nema og stöðva ólög­lega dróna og efla eft­ir­lit með netárás­um.

Ekki ástæða enn sem komið er

Kem­ur ekki til greina að setja á fót varn­ar­málaráðuneyti?

„Ekki á þessu stigi, en það sem við erum að gera er að við erum að taka þessi skref til að efla varn­ar­mála­skrif­stof­una og samþætta þess­ar stofn­an­ir sem koma að ein­um eða öðrum hætti að vörn­um lands­ins,“ seg­ir Þor­gerður og held­ur áfram:

„Það er að gef­ast vel og við sjá­um að það er mik­il sam­vinna og það eru ekki þessi síló á milli þess­ara sterku stofn­ana. Þannig við telj­um enn sem komið er ekki ástæðu til þess. En þung­inn í varn­ar­mála­hluta ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins er óneit­an­lega að aukast.“

Ísland verði „verðugur bandamaður“

Stefnt er að því að leggja fram drög að ör­ygg­is- og varn­ar­mála­stefnu Íslands fyr­ir lok vorþings.

Spurð af hverju ráðist sé í mót­un þess­ar­ar stefnu núna seg­ir Þor­gerður að það sé til þess að Ísland verði sterk­ara og bet­ur í stakk búið til að mæta ógn­um sem eru meiri í dag en áður.

„En ekki síður líka að verða sterk­ari sam­starfsaðili og verðugur bandamaður við okk­ar vinaþjóðir og banda­lags­ríki,“ seg­ir Þor­gerður.

Hún seg­ir að Evr­ópu­ríki og banda­lagsþjóðir vest­an­hafs séu að reyna að efla varn­ir sín­ar og Ísland þurfi líka að taka þátt.

Eng­ar spurn­ing­ar skringi­leg­ar

Til þess að móta stefn­una verður sett­ur á fót sam­ráðshóp­ur þing­manna allra flokka sem eiga sæti á Alþingi til þess að ræða inn­tak og áhersl­ur stefn­unn­ar. Þor­gerður kveðst von­ast til þess að flokkapóli­tík ráði þar ekki för.

„Ég geri ekki ráð fyr­ir öðru en all­ir starfi að heil­ind­um til að vinna að því að tryggja hags­muni Íslands. Þá þýðir það líka meðal ann­ars að það eru eng­ar spurn­ing­ar sem eru skringi­leg­ar held­ur verðum við að spyrja okk­ur allra spurn­inga sem hugs­ast get­ur til að efla og styrkja varn­irn­ar,“ seg­ir Þor­gerður.

Hún seg­ir að sam­hliða hópn­um verði sér­fræðinga­nefnd en hún nefn­ir að Ísland fái mikla ráðgjöf frá inn­lend­um og er­lend­um aðilum á sviði ör­ygg­is- og varn­ar­mála. Ekki síst frá Atlants­hafs­banda­lag­inu.

mbl.is