Fjölmennt var í hanastéli sem haldið var í tilefni af Iðnþingi 2025 sem fram fór í Silfurbergi í Hörpu.
Fjölmennt var í hanastéli sem haldið var í tilefni af Iðnþingi 2025 sem fram fór í Silfurbergi í Hörpu.
Fjölmennt var í hanastéli sem haldið var í tilefni af Iðnþingi 2025 sem fram fór í Silfurbergi í Hörpu.
Hanastélið fór fram að loknu Iðnþingi sem var æsispennandi enda margt sem þarf að tala um.
Ísland og staða þess var í forgrunni á Iðnþinginu fyrr um daginn enda margar áskoranir í kortunum en líka tækifæri. Rætt var um samkeppnishæfni íslensks iðnaðar á alþjóðamarkaði á tímum gervigreindarkapphlaups og tollastríða.
Í hanastélinu voru heimsmálin krufin líkt og fyrr um daginn. Boðið var upp á hressandi drykki og svo sáu tónlistarmennirnir Magnús Jóhann og Magnús Tryggvason Eliassen um þá fögru tóna sem ómuðu í boðinu.