Skref tekið með hliðsjón af skuggaflota Rússa

Varnarmál Íslands | 11. mars 2025

Skref tekið með hliðsjón af skuggaflota Rússa

Ómannaður eftirlitskafbátur sem stendur til að taka í notkun myndi hjálpa við að vernda sæstrengi Íslands en óþekkt rússnesk skip hafa sést í lögsögu Íslands.

Skref tekið með hliðsjón af skuggaflota Rússa

Varnarmál Íslands | 11. mars 2025

Skuggafloti Rússlands er sagður bera ábyrgð á skemmdum á sæstrengjum.
Skuggafloti Rússlands er sagður bera ábyrgð á skemmdum á sæstrengjum. Samsett mynd/mbl.is/Eyþór/AFP/Mikhail Metzel

Ómannaður eft­ir­lit­skaf­bát­ur sem stend­ur til að taka í notk­un myndi hjálpa við að vernda sæ­strengi Íslands en óþekkt rúss­nesk skip hafa sést í lög­sögu Íslands.

Ómannaður eft­ir­lit­skaf­bát­ur sem stend­ur til að taka í notk­un myndi hjálpa við að vernda sæ­strengi Íslands en óþekkt rúss­nesk skip hafa sést í lög­sögu Íslands.

Þetta seg­ir Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra í sam­tali við mbl.is.

Þor­gerður kynnti rík­is­stjórn­inni í dag til­lögu að mót­un stefnu í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um Íslands og er stefnt að því að leggja fram drög að stefn­unni fyr­ir lok vorþings.

Meðal ann­ars greindi Þor­gerður frá áætl­un um að taka ómannaðan eft­ir­lit­skaf­bát í notk­un.

Eft­ir­lit með sæ­strengj­um og höfn­um

„Þetta er til þess að byggja und­ir ör­ugg sam­skipti og fjar­skipti, bæði borg­ara­leg og við er­lent herlið. Þá þurf­um við að geta vaktað meðal ann­ars neðan­sjáv­ar­jarðstreng­ina og hafa eft­ir­lit með helstu lyk­il­höfn­um lands­ins,“ seg­ir Þor­gerður í sam­tali við mbl.is.

Há­skóli Íslands lét á sín­um tíma Land­helg­is­gæsl­una fá þenn­an kaf­bát, sem er fram­leidd­ur á Íslandi, en Þor­gerður seg­ir að það þurfi að upp­færa hann og styrkja búnaðinn til þess að efla getu hans.

Rúss­nesk skip siglt við Íslands­strend­ur

Spurð hvort þetta skref teng­ist frétt­um af skugga­flota Rúss­lands sem valdið hef­ur skemmd­um á sæ­strengj­um Eystra­salts­ríkja seg­ir Þor­gerður:

„Já, við horf­um auðvitað til þess og við erum að vinna okk­ar for­varn­ar­vinnu. Við sjá­um það líka að það hafa skip af er­lend­um upp­runa, les­ist rúss­nesk, verið að sigla á ákveðnum svæðum, bæði hér og ann­ars staðar sem tengj­ast neðan­sjáv­ar­innviðum. Við þurf­um bara að tryggja eins ör­ugg fjar­skipti og sam­skipti og hægt er.“

Þor­gerður nefn­ir í sam­hengi við þess­ar varn­ir að CERT-IS sé að fara frá Fjar­skipta­stofn­un yfir í ut­an­rík­is­ráðuneytið til að efla frek­ar netör­ygg­is­sveit­ir stjórn­valda.

mbl.is