Gigi Hadid er yfir sig ástfangin

Ást í Hollywood | 12. mars 2025

Gigi Hadid er yfir sig ástfangin

Hægt er að segja að fyrirsætan Gigi Hadid sé í ástarvímu þessa dagana. Rúmu ári eftir að hún byrjaði í sambandi með leikaranum Bradley Cooper veitir hún loksins innsýn í tilhugalíf þeirra í nýju viðtali við Vogue.

Gigi Hadid er yfir sig ástfangin

Ást í Hollywood | 12. mars 2025

Ofurmódelið Gigi Hadid staldrar við fyrir ljósmyndara er hún mætti …
Ofurmódelið Gigi Hadid staldrar við fyrir ljósmyndara er hún mætti til „Le Grand Diner du Louvre“-kvöldverðarins í Louvre-safninu í París, 4. mars. Thibaud MORITZ / AFP

Hægt er að segja að fyr­ir­sæt­an Gigi Hadid sé í ástar­vímu þessa dag­ana. Rúmu ári eft­ir að hún byrjaði í sam­bandi með leik­ar­an­um Bra­dley Cooper veit­ir hún loks­ins inn­sýn í til­huga­líf þeirra í nýju viðtali við Vogue.

Hægt er að segja að fyr­ir­sæt­an Gigi Hadid sé í ástar­vímu þessa dag­ana. Rúmu ári eft­ir að hún byrjaði í sam­bandi með leik­ar­an­um Bra­dley Cooper veit­ir hún loks­ins inn­sýn í til­huga­líf þeirra í nýju viðtali við Vogue.

„Ég virði hann svo mikið sem skap­andi mann ... Og mér finnst hann gefa mér svo mikið.“

Hadid seg­ir þau Cooper hafa hist í barna­af­mæli sam­eig­in­legs vin­ar. Fyr­ir á Hadid fjög­urra ára dótt­ur, Khai, með fyrr­um kær­asta sín­um, söngv­ar­an­um Zayn Malik, sem var meðlim­ur sveit­ar­inn­ar One Directi­on. 

Cooper á einnig eina sjö ára dótt­ur, Leu, úr fyrra sam­bandi með fyr­ir­sæt­unni Ir­inu Shayk.

Hadid og Cooper hafa hingað til verið þögul um sam­band sitt og farið í lág­stemmd­ar skemmti­ferðir og þar er í upp­á­haldi að fara í leik­hús. Hadid er hæst ánægð með hvernig Cooper hef­ur kynnt hana fyr­ir leik­hús­sen­unni. Hadid er ekki óvön at­hygl­inni og hef­ur upp­lifað hana síðan úr æsku því móðir henn­ar, Yolanda Hadid, starfaði áður sem fyr­ir­sæta og í sjón­varpi og faðir henn­ar, Mohamed Hadid, þekkt­ur fast­eigna­sali.

Page Six

mbl.is