Landsmenn fái senda bæklinga

Varnarmál Íslands | 12. mars 2025

Landsmenn fái senda bæklinga

Stefnt er að því í haust að senda landsmönnum bæklinga og upplýsingar um neyðarbirgðir og annað slíkt til undirbúnings ef Ísland skyldi verða fyrir árás. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur heldur séu stjórnvöld aðeins að vinna vinnuna sína.

Landsmenn fái senda bæklinga

Varnarmál Íslands | 12. mars 2025

Öryggis- og varnarmál eru í brennidepli um heim allan.
Öryggis- og varnarmál eru í brennidepli um heim allan. mbl.is/Karítas

Stefnt er að því í haust að senda lands­mönn­um bæk­linga og upp­lýs­ing­ar um neyðarbirgðir og annað slíkt til und­ir­bún­ings ef Ísland skyldi verða fyr­ir árás. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggj­ur held­ur séu stjórn­völd aðeins að vinna vinn­una sína.

Stefnt er að því í haust að senda lands­mönn­um bæk­linga og upp­lýs­ing­ar um neyðarbirgðir og annað slíkt til und­ir­bún­ings ef Ísland skyldi verða fyr­ir árás. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggj­ur held­ur séu stjórn­völd aðeins að vinna vinn­una sína.

Þetta seg­ir Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Við höf­um séð ein­hver Norður­lönd hvetja lands­menn til að koma sér upp nokk­urra daga birgðum. Er þetta eitt­hvað sem kem­ur til greina, að ís­lensk stjórn­völd hvetji ís­lenska borg­ara til að gera það?

„Þetta er eitt af því sem er und­ir, þetta er eitt af því sem þarf að skoða og draga fram. Við höfðum hugsað okk­ur í haust að geta sent bæði bæk­ling og upp­lýs­ing­ar til borg­ara hér á Íslandi. Allt er að breyttu breyt­anda. Við erum með þessa bæk­linga frá okk­ar vinaþjóðum á Norður­lönd­un­um en síðan eru aðstæður hér á Íslandi með öðrum hætti og við þurf­um að upp­færa þá þann bæk­ling sem kem­ur frá okk­ur í sam­ræmi við ís­lensk­ar þarf­ir,“ seg­ir Þor­gerður.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag

mbl.is