Mikil hrina skjálfta við Reykjanestá

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 12. mars 2025

Mikil hrina skjálfta við Reykjanestá

Mikil hrina skjálfta á sér nú stað við Reykjanestá, suðvestast á Reykjanesskaga.

Mikil hrina skjálfta við Reykjanestá

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 12. mars 2025

Reykjanesviti við Reykjanestá.
Reykjanesviti við Reykjanestá. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mikil hrina skjálfta á sér nú stað við Reykjanestá, suðvestast á Reykjanesskaga.

Mikil hrina skjálfta á sér nú stað við Reykjanestá, suðvestast á Reykjanesskaga.

Ekki er talið að um gosóróa sé að ræða. Hrinan hófst kl. 14.30 og stendur enn yfir. Þrír skjálftar hafa mælst yfir þremur að stærð.

„Við höfum reglulega séð þarna hrinur,“ segir Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands og bætir við að skjálftarnir séu ekki taldir tengjast gosvirkni.

Fjórir skjálftar hafa verið metnir um og yfir þremur að stærð, sá stærsti 3,5.

Ekki hafa borist tilkynningar um að skjálftarnir hafi fundist í byggð, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Hrina í desember en á öðrum stað

Síðast varð jarðskjálfthrina úti fyrir Reykjanestá í lok desember þegar skjálftar af svipaðri stærð mældust. Þá var skjálftavirknin nærri Eldey, um 10 kílómetra suðvestur af Reykjanestá, þar sem virknin er núna.

Frá árinu 2023 hafa fimm jarðskjálftahrinur orðið á sama svæði og virknin er núna. Auk þess urðu töluverðar hrinur þarna á árunum 2021 og 2022.

„Jarðskjálftarnir eru mögulega gikkskjálftar vegna breytinga á spennusviði á Reykjanesskaganum samhliða jarðhræringum þar síðustu ár,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar og tekið fram að sólarhringsvakt stofnunarinnar haldi áfram að vakta svæðið vel.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is