„Ég veit ekki ennþá hvað þetta er, en þetta lítur út fyrir að vera einhverskonar hringiða. Hreyfingin virðist vera bæði upp og niður,“ segir Gylfi Gylfason um svokallaðan „nornapott“ sem hann myndaði með dróna á Sundhnúkagígaröðinni. Sjón er sögu ríkari.
„Ég veit ekki ennþá hvað þetta er, en þetta lítur út fyrir að vera einhverskonar hringiða. Hreyfingin virðist vera bæði upp og niður,“ segir Gylfi Gylfason um svokallaðan „nornapott“ sem hann myndaði með dróna á Sundhnúkagígaröðinni. Sjón er sögu ríkari.
„Ég veit ekki ennþá hvað þetta er, en þetta lítur út fyrir að vera einhverskonar hringiða. Hreyfingin virðist vera bæði upp og niður,“ segir Gylfi Gylfason um svokallaðan „nornapott“ sem hann myndaði með dróna á Sundhnúkagígaröðinni. Sjón er sögu ríkari.
„Þetta er eiginlega eins og bómull að snúast í hringi,“ bætir Gylfi við.
Gylfi heldur úti Íslandsrásinni og Just Icelandic á youtube og hefur myndað Sundhnúkagígaröðina frá árinu 2021. Hann á myndefni þaðan síðan áður en gosin hófust.
„Með tímanum er ég að vonast til þess að eiga efni í góða heimildamynd. Þannig að ég hef farið reglulega upp á gíg og skjalfest breytingarnar á aðstæðum, hvernig gígarnir þróast,“ segir Gylfi.
Hann hefur farið ótal ferðir upp að gígaröðinni að taka drónaskot af aðstæðum. Þannig á hann myndefni bæði frá því þegar eldgos hefur staðið yfir og rétt fyrir og rétt eftir eldgos.
„Í þetta skiptið áttu þetta að vera svona „fyrir myndir“, vegna þess að maður vissi að eitthvað gæti farið að gerast og þessi gígur myndi mögulega ekki líta eins út eftir kannski tvær vikur,“ segir hann.
Hann segist hafa eytt dágóðum tíma á staðnum og flogið drónunum tvisvar upp eftir.
„Ég horfði bara á skjáinn á fjarstýringunni og hugsaði „hvað er ég að mynda“. Er þetta gas, er þetta blanda af gufu og gasi, af hverju fer þetta ekki upp úr gígnum?“ spyr Gylfi hlæjandi.
„Þannig að ég ákvað að ná bara nógu myndefni af þessu.“