„Norðurhóp 40! Þetta er húsið mitt!“

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 12. mars 2025

„Norðurhóp 40! Þetta er húsið mitt!“

Grindvíkingnum Gunnari Ólafi Ragnarssyni brá heldur betur í brún í gærmorgun þegar hann skoðaði gögn yfir jarðskjálfta yfir nóttina í og við Grindavík.

„Norðurhóp 40! Þetta er húsið mitt!“

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 12. mars 2025

„Þessi skjálfti er bara alveg nákvæmlega þar sem sprungan er,“ …
„Þessi skjálfti er bara alveg nákvæmlega þar sem sprungan er,“ segir Gunnar Ólafur í samtali við mbl.is. Samsett mynd

Grind­vík­ingn­um Gunn­ari Ólafi Ragn­ars­syni brá held­ur bet­ur í brún í gær­morg­un þegar hann skoðaði gögn yfir jarðskjálfta yfir nótt­ina í og við Grinda­vík.

Grind­vík­ingn­um Gunn­ari Ólafi Ragn­ars­syni brá held­ur bet­ur í brún í gær­morg­un þegar hann skoðaði gögn yfir jarðskjálfta yfir nótt­ina í og við Grinda­vík.

„Það er sprunga í gegn­um húsið sem var búin að gliðna um ein­hverja 1-2 senti­metra og svo var smá hæðarmun­ur líka. Þessi skjálfti er bara al­veg ná­kvæm­lega þar sem sprung­an er,“ seg­ir Gunn­ar Ólaf­ur í sam­tali við mbl.is.

Gunn­ar seg­ist aldrei áður hafa orðið var við jarðskjálfta á þess­ari til­teknu sprungu þó litl­ir skjálft­ar hafi orðið inni í Grinda­vík, eins og hann orðar það.

„Ég hjó bara eft­ir þessu og bara: Hey, Norður­hóp 40! Þetta er húsið mitt! Manni brá smá við það,“ seg­ir Gunn­ar.

Feg­inn að hafa losað eign­ina

Seg­ir hann húsið sitja uppi á hrygg á milli sigdal­anna tveggja aust­an og vest­an húss­ins.

Blaðamaður biður Gunn­ar að setja sig í þau spor hvernig hon­um hefði orðið við ef hann hefði verið stadd­ur í hús­inu þegar hann hefði séð færsl­una vegna skjálft­ans á vafra.is.

„Það hefði ekki verið þægi­leg til­finn­ing, ég skal al­veg viður­kenna það,“ seg­ir Gunn­ar og seg­ist hann vera þess feg­inn að hafa losað eign sína. Þórkatla keypti hús fjöl­skyld­unn­ar síðasta sum­ar.

Gunnar Ólafur og kona hans Íris ásamt dætrunum tveimur, Ragnhildi …
Gunn­ar Ólaf­ur og kona hans Íris ásamt dætr­un­um tveim­ur, Ragn­hildi Lindu og Na­tal­íu Nótt. Ljós­mynd/​Aðsend

Hraun í bæn­um breytti af­stöðunni

Gunn­ar er bú­sett­ur ásamt konu sinni og tveim­ur dætr­um í Kópa­vogi og seg­ir ekki lík­legt að þau fjöl­skyld­an flytj­ist aft­ur til Grinda­vík­ur á næstu árum. Seg­ist hann þó von­ast til að bæj­ar­fé­lagið bless­ist.

„Ég er með átta ára stelpu og aðra 14 ára og sé þetta ekki fyr­ir mér á næstu árum.“

Aðspurður seg­ir Gunn­ar að hann hafi ekki verið þess­ar­ar skoðunar al­veg frá upp­hafi. Það hafi breyst þegar hraun fór að vella inn í bæ­inn og fjöl­skyld­ur þriggja stúlkna á aldri við dótt­ur hans misstu heim­ili sín.

„Mann lang­ar að langa heim en von­andi fer þetta að klár­ast og fólk sem hef­ur áhuga á að flytja heim geti gert það og liðið vel.“

mbl.is