Páskalakkrísinn er mættur til landsins

Páskakræsingar | 12. mars 2025

Páskalakkrísinn er mættur til landsins

Páskalakkrísinn frá Lakrids by Bülow er sannkallaður vorboði og er nú loksins mættur til landsins. Páskarnir eru handan við hornið, en skírdagur er til að mynda 17. apríl næstkomandi svo það er um það bil mánuður til stefnu.

Páskalakkrísinn er mættur til landsins

Páskakræsingar | 12. mars 2025

Nú geta lakkrísunnendur glaðst því páskalakkrísinn frá Lakrids by Bülow …
Nú geta lakkrísunnendur glaðst því páskalakkrísinn frá Lakrids by Bülow er lentur á landinu. Ljósmynd/Aðsend

Páskalakkrísinn frá Lakrids by Bülow er sannkallaður vorboði og er nú loksins mættur til landsins. Páskarnir eru handan við hornið, en skírdagur er til að mynda 17. apríl næstkomandi svo það er um það bil mánuður til stefnu.

Páskalakkrísinn frá Lakrids by Bülow er sannkallaður vorboði og er nú loksins mættur til landsins. Páskarnir eru handan við hornið, en skírdagur er til að mynda 17. apríl næstkomandi svo það er um það bil mánuður til stefnu.

Það er því ekki seinna að vænna fyrir lakkrísunnendur að næla sér í páskalakkrísinn sem er orðin hefð að bera fram í mörgum páskaboðum.

Þrjár tegundir í ár

Þrjár tegundir af páskalakkrís eru nú í boði frá Lakrids by Bülow, en það eru Crispy Caramel, Crunchy Toffee og Passion fruit sem er páskalakkrísinn í ár og liturinn og áferðin er í anda páskanna.

Crispy Caramel inniheldur stökka karamelluskel sem umlykur silkimjúkt dulche-súkkulaði með hráu lakkrísdufti og mjúkri lakkrísmiðju. Flögur af sjávarsalti setja síðan punktinn yfir i-ið.

Crispy Caramel-lakkrísinn er mjög páskalegur og minnir á lítil egg …
Crispy Caramel-lakkrísinn er mjög páskalegur og minnir á lítil egg í hreiðri. Ljósmynd/Aðsend

Crunchy Toffee inniheldur mjúkt rjómasúkkulaði með stökkri karamellu og söltuðum lakkrís.

Crunchy Toffee minnir á súkkulaðiegg.
Crunchy Toffee minnir á súkkulaðiegg. Ljósmynd/Aðsend

B - Passion Fruit inniheldur sæta lakkrísmiðju hjúpaða hvítu súkkulaði með bragði af ástaraldin sem margir segja vera hina fullkomnu blöndu. B er einn vinsælasti lakkrísinn úr vöruúrvali by Bülow og nú í fyrsta sinn fáanlegur í páskaeggi.

Páskalakkrísinn er einnig fáanlegur í sælkeraboxum sem eru vinsæl gjöf.
Páskalakkrísinn er einnig fáanlegur í sælkeraboxum sem eru vinsæl gjöf. Ljósmynd/Aðsend

Páskalakkrísinn er fáanlegur í sælkeraboxum sem eru vinsæl gjöf, sem páskaegg og í gömlu og góðu klassísku umbúðunum og fæst til að mynda í lífsstíls- og hönnunarversluninni Epal.

mbl.is