„Við erum náttúrulega búin að fylgjast alla daga með hvað er í gangi og erum mjög vel tengd við almannavarnir og Veðurstofuna. Við erum reglulega með á þeirra fundum,“ segir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku.
„Við erum náttúrulega búin að fylgjast alla daga með hvað er í gangi og erum mjög vel tengd við almannavarnir og Veðurstofuna. Við erum reglulega með á þeirra fundum,“ segir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku.
„Við erum náttúrulega búin að fylgjast alla daga með hvað er í gangi og erum mjög vel tengd við almannavarnir og Veðurstofuna. Við erum reglulega með á þeirra fundum,“ segir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku.
Mikil hrina skjálfta á sér nú stað við Reykjanestá, suðvestast á Reykjanesskaga, en þar er að finna Reykjanesvirkjun sem er í eigu fyrirtækisins.
Tómas segir HS Orku vera með viðvörunarkerfi og alltaf á verði.
„Og þegar það stefnir í gos þá bara tæmum við svæðið. En það er búið að vera á því stigi í svolítinn tíma núna að það geti gosið hvenær sem er, þannig við höfum bara verið viðbúin.“
Mælingar í borholu í virkjun fyrirtækisins í Svartsengi hafa áður gefið sterka vísbendingu um að gos sé í vændum en þá mælist aukinn þrýstingur í holunni.
„Það hefur ekki mælst neitt núna svo ég viti til. Engin aukning. En við fylgjumst með því og vissulega fylgjumst við líka með þessum aukaskjálftum því það náttúrulega gefur vísbendingu um að eitthvað sé að gerast.“
Þegar gosið hefur nálægt virkjuninni í Svartsengi hefur starfsemi þess verið færð yfir í Reykjanesvirkjun þar sem finna má sömu aðstöðu.
Hrinan sem nú mælist er hins vegar rétt við Reykjanesvirkjun en Tómas segir að það hafi í raun bara gerst í dag.
„Þessir skjálftar hafa verið alveg á öllum hryggnum. Þetta er bara virkt svæði og er að hristast og hefur gert það lengi. En eins og sakir standa þá er landrisið í Svartsengi og ef það gýs þá reikna menn með að það komi upp einhvers staðar á þessari Sunhnúkaröð.“