„Auðvitað á þetta bara að liggja fyrir“

Skólakerfið í vanda | 13. mars 2025

„Auðvitað á þetta bara að liggja fyrir“

Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, er bjartsýnn á að sveitarfélagið verði komið með góða aðgerðaáætlun í menntamálum á næstu mánuðum.

„Auðvitað á þetta bara að liggja fyrir“

Skólakerfið í vanda | 13. mars 2025

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Alm­ar Guðmunds­son, bæj­ar­stjóri Garðabæj­ar, er bjart­sýnn á að sveit­ar­fé­lagið verði komið með góða aðgerðaáætl­un í mennta­mál­um á næstu mánuðum.

    Alm­ar Guðmunds­son, bæj­ar­stjóri Garðabæj­ar, er bjart­sýnn á að sveit­ar­fé­lagið verði komið með góða aðgerðaáætl­un í mennta­mál­um á næstu mánuðum.

    Bæj­ar­yf­ir­völd vinna að því að afla upp­lýs­inga um náms­mat grunn­skóla­barna í bæn­um til að fá heild­ar­y­f­ir­sýn yfir stöðuna í mennta­mál­um.

    Verk­efnið hófst á síðasta ári í kjöl­far um­fangs­mik­ill­ar um­fjöll­un­ar mbl.is og Morg­un­blaðsins um vanda ís­lenska skóla­kerf­is­ins og dræm­an ár­ang­ur barna í alþjóðleg­um sam­an­b­urði.

    Alm­ar ræðir tæki­færi og áskor­an­ir í skóla­mál­um í Dag­mál­um ásamt Ásdísi Kristjáns­dótt­ur, bæj­ar­stjóra Kópa­vogs.

    Upp­lýs­ing­ar fast­ar í kerf­um

    Alm­ar seg­ir upp­lýs­ing­ar um náms­mat hvers og eins nem­anda liggja fyr­ir en annað gildi um upp­lýs­ing­ar um ár­ang­ur bekkja og ár­ganga.

    „Er ekki skrítið að ég þurfi að ávarpa það sem sér­stakt verk­efni að við ætl­um að nálg­ast náms­mat barn­anna? Auðvitað á þetta bara að liggja fyr­ir.“

    „Verk­efnið okk­ar er að ná fram þess­um upp­lýs­ing­um. Þær liggja auðvitað fyr­ir en þær eru því miður svo­lítið fast­ar ofan í upp­lýs­inga­kerf­um og fleira. Þetta er líka klass­ískt nú­tíma­verk­efni. Að sætta sig ekki við að gögn­in liggi bara ein­hvers staðar, held­ur hafa þau aðgengi­leg og nýta þau,“ seg­ir Alm­ar.

    Almar segir upplýsingar um námsmat hvers og eins nemanda liggja …
    Alm­ar seg­ir upp­lýs­ing­ar um náms­mat hvers og eins nem­anda liggja fyr­ir en annað gildi um upp­lýs­ing­ar um ár­ang­ur bekkja og ár­ganga. mbl.is/​Eyþór

    Byrja á að horfa á bæ­inn í heild

    „Við von­umst sem sagt til þess í þessu verk­efni að við náum þá að draga heild­stæða stöðu yfir bæ­inn. Við byrj­um þar – að horfa á bæ­inn í heild. Við erum ekki í fyrstu at­rennu eins upp­tek­in af því að horfa á skóla A versus skóla B. Við erum ekki að etja þeim sam­an. Við vilj­um bara að þeir hafi góð gögn og viti hvar þeir standi,“ seg­ir Alm­ar og held­ur áfram:

    „Við sjá­um þá fyr­ir okk­ur að með vor­inu verðum við kom­in með gott aðgerðapl­an. Við erum til dæm­is til­bú­in í það að segja að það vant­ar sam­ræmd­an mæli­kv­arða.“ 

    Hann seg­ir koma til greina að bíða eft­ir því að Miðstöð mennt­un­ar og skólaþjón­ustu ljúki vinnu við mats­fer­il­inn, sem verður hið nýja sam­ræmda náms­mat. 

    Mats­fer­ill­inn átti að vera til­bú­inn árið 2022 en er enn í vinnslu. Ráðherra mennta­mála ger­ir ráð fyr­ir að leggja mats­fer­il í stærðfræði og ís­lensku fyr­ir á næsta skóla­ári.

    Börn­in eiga það skilið

    „En það get­ur vel verið að ég þurfi fyr­ir okk­ar hönd að eiga sam­töl við Kópa­vogs­bæ og fleiri öfl­ug sveit­ar­fé­lög og spyrja hvort við get­um farið í verk­efnið sam­an til þess að brúa bilið af því að við telj­um það ekki eðli­legt að bíða eft­ir Mennta­mála­stofn­un í þessu til­viki varðandi þessi úrræði.“

    Hann seg­ir svona mál oft verða flók­in í stjórn­sýsl­unni. Þrátt fyr­ir góðan ásetn­ing um að ljúka þeim snemma að þá geti þetta tekið tíma. 

    „Ég tel bara að börn­in okk­ar eigi það skilið að við séum fljót að vinna úr þessu. Ég verð til­bú­inn fyr­ir okk­ar hönd að gera eitt­hvað þegar við vit­um hvernig staðan er.“

    mbl.is