„Ég trúi ekki að þetta hafi gerst“

„Ég trúi ekki að þetta hafi gerst“

„Ég hef aldrei séð jafn mikla skelfingu í augum á nokkrum manni,“ segir Esther Einarsdóttir, móðir drengs í Breiðholtsskóla, sem varð fyrir fólskulegri árás jafnaldra sinna í gærkvöldi.

„Ég trúi ekki að þetta hafi gerst“

Neyðarástand í málefnum barna | 13. mars 2025

Drengurinn hafði loksins hætt sér út einn að leika þegar …
Drengurinn hafði loksins hætt sér út einn að leika þegar hópur drengja réðst á hann. mbl.is/Karítas

„Ég hef aldrei séð jafn mikla skelf­ingu í aug­um á nokkr­um manni,“ seg­ir Esther Ein­ars­dótt­ir, móðir drengs í Breiðholts­skóla, sem varð fyr­ir fólsku­legri árás jafn­aldra sinna í gær­kvöldi.

„Ég hef aldrei séð jafn mikla skelf­ingu í aug­um á nokkr­um manni,“ seg­ir Esther Ein­ars­dótt­ir, móðir drengs í Breiðholts­skóla, sem varð fyr­ir fólsku­legri árás jafn­aldra sinna í gær­kvöldi.

Dreng­ur­inn hafði hætt sér út að leika einn í fyrsta sinn í lang­an tíma með nýja hjóla­brettið sitt um klukk­an sex í gær þegar hóp­ur fimm drengja réðst á hann.

„Þeir ráðast á hann, tækla hann niður í jörðina, sparka í höfuðið og mag­ann á hon­um og berja hann. Þeir reyna svo að stela af hon­um hjóla­brett­inu, tösk­unni og húf­unni,“ seg­ir Esther og held­ur áfram:

„Hann náði ein­hvern veg­inn á ótrú­leg­an hátt – ég skil ekki enn þá hvernig, að kom­ast und­an og hlaupa heim.“

Esther var heima og tók á móti drengn­um sem var skelf­ingu lost­inn.

„Hann grátbað mig um að við mynd­um flytja annað. Hann gæti bara ekki búið hérna leng­ur. Hann er ofboðslega aum­ur, bæði á lík­ama og sál. Aðallega þá á sál­inni.“

Esther hef­ur til­kynnt málið til lög­regl­unn­ar.

Þorði ekki út en safnaði kjarki

Hvernig hef­ur hann það, dreng­ur­inn?

„Hann mætti í skól­ann. Það sem hjálp­ar hon­um er að stof­an hans er staðsett við íþrótta­húsið þannig hann þarf ekki að ganga í gegn­um skól­ann til að mæta. Dag­arn­ir í skól­an­um eru stutt­ir núna. Svo fer hann bein­ustu leið heim og er bú­inn að liggja fyr­ir síðan. Hann er ofboðslega brot­hætt­ur og líður hræðilega, og mér auðvitað líka,“ seg­ir Esther. 

„Ég trúi ekki að þetta hafi gerst.“

Dreng­ur­inn hafði ekki hætt sér út að leika sér einn í lang­an tíma vegna hræðslu.

„Hann er bú­inn að vera enda­laust hrædd­ur og náði loks­ins að safna kjarki í að fara einn út og það endaði svona.“

Hef­ur margoft íhugað að flytja

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem son­ur Esther­ar verður fyr­ir of­beldi af hálfu jafn­aldra sinna.

Hvernig er að eiga dreng sem verður ít­rekað fyr­ir of­beldi?

„Það er bara – þetta brýt­ur mann niður enda­laust. Ég er enda­laust að reyna að berj­ast á hverj­um ein­asta degi. Ég veit ekki. Það kem­ur ein­hvern tím­ann að þeim tíma­punkti að maður get­ur ekki meir. Ég er al­gjör­lega búin með alla orku. Það fer öll orka í það að halda barn­inu mínu ör­uggu í hverf­inu.“

Esther seg­ist margoft hafa íhugað að flytja úr hverf­inu.

„En það er bara meira en að segja það, að gera það. Það er ekk­ert sem maður ger­ir bara einn, tveir og bingó. Svo er hann loks­ins kom­inn með sér­úr­ræði í skól­an­um hér, sem ég veit ekki hvort hann fengi ann­ars staðar,“ seg­ir Esther.

„En á móti kem­ur að hérna get­ur hann ekki verið úti að leika sér. Hann er ekki ör­ugg­ur hérna.“

Fer ekki aft­ur einn út í bráð

Morg­un­blaðið og mbl.is hafa fjallað ít­ar­lega um of­beld­is- og eineltis­vanda sem hef­ur þrif­ist í Breiðholts­skóla und­an­far­in ár. 

Nýr sviðsstjóri skóla- og frí­stunda­sviðs borg­ar­inn­ar hef­ur sagt að borg­in þurfi að taka mál­in fast­ari tök­um.

Hafið þið fundið fyr­ir mikl­um breyt­ing­um á und­an­förn­um vik­um?

„Ég hef ekki fundið fyr­ir nein­um breyt­ing­um en ég hef heyrt frá fólki að það séu breyt­ing­ar í gangi.“

Líður þér vel með að senda barnið þitt eitt út að leika sér?

„Hann fer ekki aft­ur einn út að leika sér í bráð. Ekki þar til það verða ein­hverj­ar breyt­ing­ar. Þangað til fer hann út með ein­hverj­um full­orðnum.“

mbl.is