Bandaríska verðlaunaleikkonan Ayo Edebiri, einna þekktust fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttaröðinni The Bear, fékk hatursbréf og dauðahótanir skömmu eftir að forstjóri Tesla og eigandi samfélagsmiðilsins X, Elon Musk, birti falsfréttir þess efnis að Edebiri myndi taka við hlutverki Jack Sparrow af Johnny Depp í nýrri Disney-mynd um ævintýri sjóræningjanna.
Bandaríska verðlaunaleikkonan Ayo Edebiri, einna þekktust fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttaröðinni The Bear, fékk hatursbréf og dauðahótanir skömmu eftir að forstjóri Tesla og eigandi samfélagsmiðilsins X, Elon Musk, birti falsfréttir þess efnis að Edebiri myndi taka við hlutverki Jack Sparrow af Johnny Depp í nýrri Disney-mynd um ævintýri sjóræningjanna.
Bandaríska verðlaunaleikkonan Ayo Edebiri, einna þekktust fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttaröðinni The Bear, fékk hatursbréf og dauðahótanir skömmu eftir að forstjóri Tesla og eigandi samfélagsmiðilsins X, Elon Musk, birti falsfréttir þess efnis að Edebiri myndi taka við hlutverki Jack Sparrow af Johnny Depp í nýrri Disney-mynd um ævintýri sjóræningjanna.
Leikkonan greindi frá þessu í story á Instagram-síðu sinni nú á dögunum og fór ekki leynt með fyrirlitningu sína á Musk.
„Hér sit ég og hugsa til baka og rifja upp tímann þegar ég fékk yfir mig holskeflu rasískra ummæla og morðhótanir vegna falsfrétta um endurgerð kvikmyndar sem ég hafði ekki einu sinni heyrt um. Sá sem kom orðrómnum af stað er þessi maður,” skrifaði Edebiri við skjáskot af færslu Musk.
„Hann er ekki aðeins „Sieg Heil“-fasisti heldur einnig hálfviti, en hvað um það.”
Orðrómur um sjöttu kvikmyndina í þessum vinsæla myndaflokki hefur verið á sveimi í Hollywood síðustu ár.
Lítið er vitað um stöðu verkefnisins en bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Jerry Bruckheimer sagði endurgerð á upprunalegu Pirates of the Caribbean-kvikmyndinni frá árinu 2003 í bígerð þegar hann ræddi við blaðamann ComicBook.com á síðasta ári.