Harry Potter-leikkona mætt á OnlyFans

Poppkúltúr | 13. mars 2025

Harry Potter-leikkona mætt á OnlyFans

Enska leikkonan Jessica Alice Cave Lloyd, jafnan kölluð Jessie Cave, hefur bæst í hóp þeirra fjölmörgu Hollywood-stjarna sem hafa stofnað aðgang á áskriftarsíðunni OnlyFans.

Harry Potter-leikkona mætt á OnlyFans

Poppkúltúr | 13. mars 2025

Jessie Cave ætlar að græða á hárinu á sér.
Jessie Cave ætlar að græða á hárinu á sér. Samsett mynd

Enska leik­kon­an Jessica Alice Cave Lloyd, jafn­an kölluð Jessie Cave, hef­ur bæst í hóp þeirra fjöl­mörgu Hollywood-stjarna sem hafa stofnað aðgang á áskrift­arsíðunni On­lyF­ans.

Enska leik­kon­an Jessica Alice Cave Lloyd, jafn­an kölluð Jessie Cave, hef­ur bæst í hóp þeirra fjöl­mörgu Hollywood-stjarna sem hafa stofnað aðgang á áskrift­arsíðunni On­lyF­ans.

Cave, einna þekkt­ust fyr­ir hlut­verk sitt sem Lavend­er Brown í kvik­mynd­un­um um töfrastrák­inn Harry Potter, greindi frá þessu í hlaðvarpsþætt­in­um Before We Break Up Again nú á dög­un­um.

„Ég ætla að stofna On­lyF­ans-reikn­ing, hann verður ekki af kyn­ferðis­leg­um toga. Ég ætla að ein­blína á blæti,” sagði Cave þegar hún var innt eft­ir hvernig efni hún ætli sér að birta á síðunni.

Cave, sem er 37 ára, ætl­ar að deila ljós­mynd­um og mynd­skeiðum af hár­inu á sér, en marg­ir eru með blæti fyr­ir hári og kall­ast það Trichophilia á ensku.

Leik­kon­an von­ast til að þéna dágóða summu á síðunni til að grynnka á skuld­um og end­ur­hanna heim­ili sitt.

Vin­sæld­ir vefsíðunn­ar On­lyF­ans fara sí­vax­andi en hún var stofnuð árið 2016. Marg­ar þekkt­ar stjörn­ur úr Hollywood-heim­in­um nýta miðil­inn til þess að ná sér í frek­ari tekj­ur og at­hygli með því að selja mynd­ir og mynd­bönd.

Á meðal þeirra sem halda úti áskrift­arsíðum á miðlin­um eru Denise Rich­ards, Iggy Aza­lea, Car­men Electra, DJ Khaled, Chris Brown og Drea de Matteo.

View this post on In­sta­gram

A post shared by JeSsIe CaVE (@jessieca­ve)

mbl.is