Koma mikilvægum kerfum í samband

Varnarmál Íslands | 13. mars 2025

Koma mikilvægum kerfum í samband

„Þetta er flókið verkefni en það verður að gera eitthvað,“ segir Örn Orrason, yfirmaður sölu og þróunar hjá Farice.

Koma mikilvægum kerfum í samband

Varnarmál Íslands | 13. mars 2025

Gervihnattadiskar geta verið mikilvæg varaleið fjarskipta.
Gervihnattadiskar geta verið mikilvæg varaleið fjarskipta. AFP/Josep Lago

„Þetta er flókið verk­efni en það verður að gera eitt­hvað,“ seg­ir Örn Orra­son, yf­ir­maður sölu og þró­un­ar hjá Farice.

„Þetta er flókið verk­efni en það verður að gera eitt­hvað,“ seg­ir Örn Orra­son, yf­ir­maður sölu og þró­un­ar hjá Farice.

Farice vinn­ur þessa dag­ana að þróun og út­færslu vara­leiðar fjar­skipta um gervi­hnetti. Til­gang­ur­inn er að tryggja lág­marks­net­sam­band ómiss­andi sam­fé­lags­innviða við út­lönd ef til þess kæmi að fjar­skipta­sam­band um alla sæ­strengi við Ísland myndi rofna á sama tíma.

Greint var frá því í Morg­un­blaðinu á dög­un­um að Land­helg­is­gæsl­an hefði lagt auk­inn þunga í vökt­un sæ­strengja við Ísland í kjöl­far um­ferðar óþekktra skipa á haf­inu við landið. Skip af þessu tagi hafa einnig verið á ferðinni í breskri lög­sögu og und­an strönd­um ná­grannaþjóða okk­ar í Skandi­nav­íu. Sem kunn­ugt er hafa Rúss­ar verið sakaðir um að standa að skemmd­ar­verk­um á sæ­strengj­um í Eystra­salti og víðar.

Örn greindi frá stöðu verk­efn­is­ins á há­deg­is­fundi í Hörpu í gær. Fund­ur­inn var á veg­um Skýs, sem er fé­lag fyr­ir fólk og fyr­ir­tæki í upp­lýs­inga­tækni, og bar yf­ir­skrift­ina Ísland ótengt. Um­fjöll­un­ar­efnið var áhættumat og viðbragðsáætlan­ir nokk­urra inn­lendra aðila komi til mik­illa áfalla í teng­ing­um til lands­ins.

Hann seg­ir að vinn­an gangi vel og kerfið sé komið í til­raunafasa. Reikni­stofa bank­anna er þegar kom­in með beina teng­ingu við kerfið og fleiri aðilar munu bæt­ast í hóp­inn inn­an tíðar. Meðal þeirra eru stofn­an­ir og fyr­ir­tæki í flug­geir­an­um, heil­brigðis­geir­an­um og banka­geir­an­um. „Mark­miðið er að koma á um­ferð og halda land­inu gang­andi á band­vídd sem væri 1-2% af þeirri band­vídd sem hér er vana­lega,“ seg­ir Örn.

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag

mbl.is