Lady Gaga í íslenskri hönnun

Fatastíllinn | 13. mars 2025

Lady Gaga í íslenskri hönnun

Söng- og leikkonan Lady Gaga klæddist íslenskri hönnun við sérstaka myndatöku í tilefni þáttaraðar númer fimmtíu af vinsælu þáttunum Saturday Night Live á dögunum. Á myndinni liggur hún á rauðum velúrbekk, í rauðum hlýralausum kjól og í rauðum skóm frá íslenska fylgihlutamerkinu Kalda.

Lady Gaga í íslenskri hönnun

Fatastíllinn | 13. mars 2025

Afmæli Saturday Night Live er fagnað á margvíslegan hátt en …
Afmæli Saturday Night Live er fagnað á margvíslegan hátt en hér er Lady Gaga á sérstökum viðburði í New York. Arturo Holmes/AFP

Söng- og leikkonan Lady Gaga klæddist íslenskri hönnun við sérstaka myndatöku í tilefni þáttaraðar númer fimmtíu af vinsælu þáttunum Saturday Night Live á dögunum. Á myndinni liggur hún á rauðum velúrbekk, í rauðum hlýralausum kjól og í rauðum skóm frá íslenska fylgihlutamerkinu Kalda.

Söng- og leikkonan Lady Gaga klæddist íslenskri hönnun við sérstaka myndatöku í tilefni þáttaraðar númer fimmtíu af vinsælu þáttunum Saturday Night Live á dögunum. Á myndinni liggur hún á rauðum velúrbekk, í rauðum hlýralausum kjól og í rauðum skóm frá íslenska fylgihlutamerkinu Kalda.

Ljósmyndarinn Mary Ellen Matthews tekur allar myndir fyrir SNL. Kalda deildi mynd af stórstjörnunni á Instagramog skrifaði: „Lady Gaga í Mari-skónum.“

Það er stórfrétt þegar stjarna á borð við Lady Gaga …
Það er stórfrétt þegar stjarna á borð við Lady Gaga klæðist íslenskri hönnun.

Skór fyrir stjörnur

Katrín Alda Rafnsdóttir er eigandi og hönnuður merkisins sem var stofnað árið 2016. Í viðtali Smartlands við Katrínu á síðasta ári sagðist hún selja mikið til útlanda og þá aðallega til Bandaríkjanna. Þá hafa stórstjörnur eins og Camila Cabello, Emma Louise Corrin, systurnar Bella og Gigi Hadid og Elsa Hosk klæðst skóm frá Kalda. Hún tók einnig fram að Íslandsmarkaður væri henni einstaklega kær.

„Ég er með al­manna­tengil í London sem sér um að senda stíl­ist­um þeirra, það fer oft í gegn­um þau eða í gegn­um In­sta­gram. Það var mjög gam­an þegar Bella var í skón­um, við höfðum gefið henni par í gegn­um stíl­ist­ann sem hún síðan klædd­ist við „90´s Gucci-look“ sem ein­mitt Stein­unn Sig­urðardótt­ir hannaði. Það var gam­an að hafa hana í al­veg ís­lenskri hönn­un í einu besta út­liti sem ég hef séð. Hún sendi síðan mér skila­boð á In­sta­gram og bað um fleiri skó þannig að þetta er svona alla­vega sem þetta ger­ist,“ sagði hún meðal annars í viðtalinu.

Þetta mun án efa vekja athygli heimsins á íslenska fylgihlutamerkinu sem er í mikilli sókn hér á landi og erlendis.

mbl.is