Tími til að njóta fegurðar útsprunginna kirsuberjatrjánna

Borgarferðir | 15. mars 2025

Tími til að njóta fegurðar útsprunginna kirsuberjatrjánna

Nú er tími blómstrandi kirsuberjatrjáa að ganga í garð en trén byrja að blómstra um miðjan mars fram til aprílloka og byrjun maí, ár hvert. Blómsturtíminn fer þó eftir landsvæðum og veðráttu en innan þessa tímaramma er hægt að vera fullviss um að geta notið trjánna í fullum skrúða.

Tími til að njóta fegurðar útsprunginna kirsuberjatrjánna

Borgarferðir | 15. mars 2025

Myndin til vinstri er frá Belgíu en í Brussel og …
Myndin til vinstri er frá Belgíu en í Brussel og á fleiri stöðum er sérlega mikið um kirsuberjatré. Samsett mynd/Jonas Jaeken/Neha Deshmukh

Nú er tími blómstrandi kirsu­berja­trjáa að ganga í garð en trén byrja að blómstra um miðjan mars fram til aprílloka og byrj­un maí, ár hvert. Blóm­st­ur­tím­inn fer þó eft­ir landsvæðum og veðráttu en inn­an þessa tím­aramma er hægt að vera full­viss um að geta notið trjánna í full­um skrúða.

Nú er tími blómstrandi kirsu­berja­trjáa að ganga í garð en trén byrja að blómstra um miðjan mars fram til aprílloka og byrj­un maí, ár hvert. Blóm­st­ur­tím­inn fer þó eft­ir landsvæðum og veðráttu en inn­an þessa tím­aramma er hægt að vera full­viss um að geta notið trjánna í full­um skrúða.

Ilm­ur blómanna er sæt­ur og minn­ir á vanillu. Þau eru fal­lega ljós­bleik, sum hver skær­bleik og hvít, jafn­vel fjólu­blá og smá gul og breyt­ast göt­urn­ar í æv­in­týra­ver­öld þegar gengið er á meðal blómstrandi trjánna. Tug­ir þúsunda þeirra vaxa í Jap­an og eru mikið aðdrátt­ar­afl fyr­ir ferðamenn. Á vor­in þegar trén byrja að blómstra kall­ast það „hanami“ á japönsku.

Jap­an er þó ekki eini staður­inn þar sem kirsu­berja­tré er að finna en þau má einnig sjá í borg­um víðs veg­ar um Evr­ópu.

Frá Cheltenham í Bretlandi. Hér má sjá hvít blómstrandi kirsuberjatré.
Frá Chelten­ham í Bretlandi. Hér má sjá hvít blómstrandi kirsu­berja­tré. Simon God­frey/​Unsplash
Frá Cardiff í bretlandi.
Frá Car­diff í bretlandi. Groo­ve­land Designs/​Unsplash

Evr­ópu­borg­ir og kirsu­berja­tré

Vorið í Amster­dam er æðis­leg­ur tími til að sjá bleik­an skrúðann, en á þess­um tíma er einnig mikið um afþrey­ingu. Íbúar borg­ar­inn­ar flykkj­ast út í laut­ar­ferðir og partý, oft með lif­andi tónlist. Kirsu­berja­trén standa blómstrandi meðfram ám og skurðum og líta jafn­vel enn bet­ur út með sögu­leg kenni­leiti í bak­grunni, eins og vind­myll­urn­ar.

Í Roi­huvu­ori-hverf­inu í Hels­inki er mikið um trén sem ger­ir staðinn að upp­á­halds­áfangastað þeirra sem una sér í nátt­úr­unni. Hverfið er í suður­hluta Hels­inki, höfuðborg Finn­lands, og það get­ur verið sér­lega töfr­andi að ganga um garðinn og njóta bleikr­ar feg­urðar­inn­ar og ekki síður að næt­ur­lagi, þegar tungls­ljósið gef­ur trján­um æv­in­týra­leg­an blæ.

Berlín í Þýskalandi er sögð ein sú mest spenn­andi að heim­sækja til að njóta feg­urðar kirsu­berja­trjánna. Í borg­inni er fjöldi garða, hver og einn með kirsu­berja­trjám sem minn­ir á para­dís á vor­in.

Myndin er frá Berlín í Þýskalandi.
Mynd­in er frá Berlín í Þýskalandi. Paul Volk­mer­Unsplash

Höfuðborg Svíþjóðar, Stokk­hólm­ur, er ekki á ein­um lista held­ur tveim­ur yfir hvar best er að skoða kirsu­berja­tré í Evr­ópu. Besti tím­inn til að njóta trjánna í full­um blóma er í apríl og fram til byrj­un maí. Á þess­um tíma verða trén skær­bleik, fjólu­blá, hvít og jafn­vel ei­lítið gul. Trén eru víðs veg­ar um borg­ina en þeirra er ef­laust best notið þegar gengið er eft­ir stein­steypt­um göt­um Gamla Stan.

Prag er í hjarta Evr­ópu og eru lit­ir blómanna yf­ir­leitt bleik­ur og hvít­ur. Í höfuðborg Tékk­lands er helst að finna trén í Petr­in Hill, Stromovka-garðinum, Letna-garðinum, Havlic­kovy Sady og á Kampa-eyju, sem sögð er ein sú feg­ursta í heimi. Ef ferðalagið er tíma­sett rétt er hægt að fylgj­ast með umbreyt­ing­un­um þegar grein­ar trjánna taka á sig lit.

Í Ed­in­borg í Skotlandi er The Mea­dows-al­menn­ings­garður­inn þar sem hægt er að spila krikk­et, tenn­is eða ein­fald­lega njóta þess að ganga á milli blómstrandi kirsu­berja­trjánna. 

Það er svo gaman að fara á markaði í Evrópuborgum …
Það er svo gam­an að fara á markaði í Evr­ópu­borg­um og kaupa glæ­ný kirsu­ber, sem bráðna í munni. Jo­anna Kos­inska/​Unsplash

Hvenær ber­in eru best

List­inn er vissu­lega ekki tæm­andi og þá ber að hafa í huga að þótt trén séu byrjuð að blómstra á vor­in þá eru kirsu­ber­in sjálf ekki til­bú­in fyrr en aðeins seinna. Upp­skeru­tíma kirsu­berja er skipt í þrjá hluta. 

  • Snemm­sum­ars, apríl-maí: Fyrstu ber­in verða til­bú­in, ekki eins bragðmik­il og aðeins ljós­ari á lit.
  • Hánna­tími, maí-júlí: Þegar kirsu­ber­in eru hvað sæt­ust, safa­rík­ust og bragðmest.
  • Síðsum­ars júlí-ág­úst: Þarna fer að hægj­ast á upp­sker­unni og ber­in líta ekki eins vel út og verða ekki eins sæt. 

Best eru ber­in í júní þegar kirsu­berja­trén eru í full­um blóma. Þá er afar skemmti­legt að fara á úti­markað í ein­hverri góðri Evr­ópu­borg og kaupa fulla öskju af dimm­rauðum og safa­rík­um kirsu­berj­um.

Liturinn er fullkominn.
Lit­ur­inn er full­kom­inn. Rok­sol­ana Zasia­dko/​Unsplash

Pretty Wild World

Europe­an Best Dest­inati­ons

Green­pla­te Pursuits

mbl.is