Trump skipar umfangsmiklar árásir á Húta

Ísrael/Palestína | 15. mars 2025

Trump skipar umfangsmiklar árásir á Húta

Bandaríkjaher gerði víðtæka árás á uppreisnarmenn Húta í Jemen, að beiðni Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. Herinn hæfði tugi skotmarka en ráðamenn í Bandaríkjum segja árásina vera fyrsta skrefið í nýrri sóknaraðgerð.

Trump skipar umfangsmiklar árásir á Húta

Ísrael/Palestína | 15. mars 2025

Árásunum var beint að skotmörkum undir stjórn Húta, líklegast vopnabúri …
Árásunum var beint að skotmörkum undir stjórn Húta, líklegast vopnabúri þeirra, en aðgerðirnar eru til þess að opna alþjóðlegar siglingarleiðir á Rauðahafi. AFP

Banda­ríkja­her gerði víðtæka árás á upp­reisn­ar­menn Húta í Jemen, að beiðni Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta. Her­inn hæfði tugi skot­marka en ráðamenn í Banda­ríkj­um segja árás­ina vera fyrsta skrefið í nýrri sókn­araðgerð.

Banda­ríkja­her gerði víðtæka árás á upp­reisn­ar­menn Húta í Jemen, að beiðni Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta. Her­inn hæfði tugi skot­marka en ráðamenn í Banda­ríkj­um segja árás­ina vera fyrsta skrefið í nýrri sókn­araðgerð.

Árás­irn­ar voru meðal ann­ars gerðar í Sanaa, höfuðborg Jemen, að sögn sjón­varps­stöð Húta, Al Masirah.

Reykur rís eftir sprengingar í Sanaa, höfuðborg Jemen, í kvöld.
Reyk­ur rís eft­ir spreng­ing­ar í Sanaa, höfuðborg Jemen, í kvöld. AFP

Trump staðfesti fyr­ir skömmu að Banda­rík­in hefðu gert árás á Húta, sem eru upp­reisn­ar­sam­tök í Jemen sem njóta stuðings klerka­stjórn­ar­inn­ar í Íran. Árás­irn­ar voru ým­ist frá hafi eða lofti.

„Við mun­um beita feiki­legu ban­vænu afli þar til við höf­um náð mark­miði okk­ar,“ skrif­ar for­set­inn í færslu á Truth Social en þar sak­ar hann hreyf­ing­una um að ógna skip­um sem eiga leið gegn­um Rauðahaf.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna. AFP

Opna sigl­ing­ar­leiðir

Síðustu mánuði hafa Hút­ar truflað skipa­ferðir yfir hafsvæðið. Fyrr­um stjórn Joe Bidens fram­kvæmdi fjölda árása á upp­reisn­ar­segg­ina en tókst ekki að stöðva árás­ir þeirra á flutn­inga­skip fyr­ir fullt og allt.

New York Times hef­ur eft­ir ráðamönn­um að árás­irn­ar, sem eru þær um­fangs­mestu sem Trump hef­ur fyr­ir­skipað á þessu kjör­tíma­bili, væru einnig til þess falln­ar að senda Írön­um skila­boð. Trump hef­ur áður sagst vilja ná sam­komu­lagi við Írani til þess að koma í veg fyr­ir að þeir eign­ist kjarn­orku­vopn.

Ráðamenn­irn­ir segja að árás­in á Hút­ana gæti staðið yfir í fjölda daga og gæti stig­magn­ast, háð því hvernig upp­reisn­ar­menn­irn­ir bregðast við.

Örygg­isþjón­ust­ur hafa átt í basli við að staðsetja vopna­kerfi Húta, en þau eru tal­in vera fram­leidd í neðanj­arðar­verk­smiðjum og smyglað inn frá Íran.

Trump held­ur áfram á Truth Social: „Til allra Húta-hryðju­verka­manna: Tími ykk­ar er runn­inn upp.“ Hann send­ir svo skila­boð til Írana: „Stuðningi við Húta þarf að ljúka SAM­STUND­IS!“

mbl.is