Aðstaðan um borð batnar umtalsvert

Hafrannsóknastofnun | 16. mars 2025

Aðstaðan um borð batnar umtalsvert

Guðmundur Þ. Sigurðsson var skipstjóri á Bjarna Sæmundssyni HF 30 og mun stýra hinu nýja skipi, Þórunni Þórðardóttur HF 300. Hann tekur undir að viss eftirsjá sé í gamla skipinu en það var samt komið til ára sinna og þörf á endurnýjun.

Aðstaðan um borð batnar umtalsvert

Hafrannsóknastofnun | 16. mars 2025

Guðmundur Þ. Sigurðsson í skipstjórastólnum. Eins og við er að …
Guðmundur Þ. Sigurðsson í skipstjórastólnum. Eins og við er að búast eru öll tæki af nýjustu og bestu gerð og verður gaman að sjá hvernig DP-kerfið mun auðvelda rannsóknarstörfin. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

Guðmundur Þ. Sigurðsson var skipstjóri á Bjarna Sæmundssyni HF 30 og mun stýra hinu nýja skipi, Þórunni Þórðardóttur HF 300. Hann tekur undir að viss eftirsjá sé í gamla skipinu en það var samt komið til ára sinna og þörf á endurnýjun.

Guðmundur Þ. Sigurðsson var skipstjóri á Bjarna Sæmundssyni HF 30 og mun stýra hinu nýja skipi, Þórunni Þórðardóttur HF 300. Hann tekur undir að viss eftirsjá sé í gamla skipinu en það var samt komið til ára sinna og þörf á endurnýjun.

Rætt var við Guðmund í blaði sem helgað var hinu nýja hafrannsóknaskipi.

Bjarni Sæmundsson var smíðaður í Þýskalandi árið 1970 og afhentur Hafrannsóknastofnun í desember sama ár. „Skipið var því orðið 54 ára gamalt og þó að það hafi staðið fyrir sínu var tímabært að láta smíða nýtt skip, en munurinn á nýja skipinu og því gamla er ekki síst að aðstaðan fyrir vísindamennina um borð batnar umtalsvert,“ segir Guðmundur og bætir við að gamla rannsóknarskipið hafi verið með elstu skipum í íslenska flotanum.

Líkt og fjölmiðlar greindu frá var gamla skipið auglýst til sölu í desember síðastliðnum. Ekki leið á löngu þar til tilboð barst frá norskum kaupanda og mun fleyið eiga þar framhaldslíf.

Guðmundur var í áhöfn Bjarna Sæmundssonar í tveimur lotum, samtals í 24 ár, og ber hann gamla skipinu vel söguna. „Það hafa alls konar jaxlar starfað um borð í þessu skipi, og sumir þeirra í marga áratugi. Ber þeim öllum saman um að Bjarni Sæmundsson hafi verið einstaklega vel heppnað skip.“

Ljósmynd/Armon
Eitt af hlutverkum nýja skipsins er að rannsaka og mynda …
Eitt af hlutverkum nýja skipsins er að rannsaka og mynda sjávarbotninn.

Blaðamaður náði tali af Guðmundi þegar verið var að undirbúa för nýja skipsins frá skipasmíðastöð Armon á Spáni og hafði hann þegar fengið að kynnast nýja fleyinu ágætlega. „Við eigum eftir að sjá hvernig skipið reynist á úfnum sjó en reynslusigling hér út á flóann gekk vel. Hæfni skipsins við krefjandi aðstæður kemur betur í ljós síðar.“

Verður sérstaklega gaman að sjá hve sparneytið nýja skipið verður en Guðmundur bendir á að rannsóknarskipin séu mikið á ferðinni og til mikils að vinna að nota sem minnsta olíu í rannsóknarleiðöngrunum.

Auk betri aðstöðu fyrir hvers kyns vísindastörf segir Guðmundur að vistarverurnar um borð í nýja skipinu séu töluvert þægilegri en á því gamla. „Áhöfnin mun síður þurfa að tvímenna í káetunum og alla jafna ættu allir að vera með sér klefa og sturtu. Einnig er líkamsræktaraðstaða í skipinu, sem var reyndar líka komin í Bjarna, og af öðrum þægindum má nefna sánabað, setustofu, notalegan borðsal og svo eru snjallsjónvörp í öllum herbergjum.“

Viðtalið má lesa í heild sinni hér.

mbl.is