Steiktur lax og chimichurri í boði Gabríels

Uppskriftir | 16. mars 2025

Steiktur lax og chimichurri í boði Gabríels

Gabríel Kristinn Bjarnason, landsliðskokkur og matreiðslumaður, gaf út matreiðslubókina, Þetta verður veisla!, á síðasta ári sem hefur heldur betur slegið í gegn. Í bókinni er meðal annars að finna þessa uppskrift að girnilegum lax sem borinn er fram með brokkólí, blaðlauk, stökku rósakáli og chimichurri-sósu.

Steiktur lax og chimichurri í boði Gabríels

Uppskriftir | 16. mars 2025

Gabríel Kristinn Bjarnason býður upp á lax með chimichurri og …
Gabríel Kristinn Bjarnason býður upp á lax með chimichurri og ljúffengu meðlæti. Samsett mynd

Gabrí­el Krist­inn Bjarna­son, landsliðskokk­ur og mat­reiðslumaður, gaf út mat­reiðslu­bók­ina, Þetta verður veisla!, á síðasta ári sem hef­ur held­ur bet­ur slegið í gegn. Í bók­inni er meðal ann­ars að finna þessa upp­skrift að girni­leg­um lax sem bor­inn er fram með brokkólí, blaðlauk, stökku rósa­káli og chimichurri-sósu.

Gabrí­el Krist­inn Bjarna­son, landsliðskokk­ur og mat­reiðslumaður, gaf út mat­reiðslu­bók­ina, Þetta verður veisla!, á síðasta ári sem hef­ur held­ur bet­ur slegið í gegn. Í bók­inni er meðal ann­ars að finna þessa upp­skrift að girni­leg­um lax sem bor­inn er fram með brokkólí, blaðlauk, stökku rósa­káli og chimichurri-sósu.

Þetta er hinn full­komni rétt­ur þegar mat­reiða þarf í flýti fyr­ir hvaða til­efni sem er, for­rétt, aðal­rétt eða bara kvöld­mat til að koma fiski inn í rútín­una.  Steikt lax­aroð og chimichurri er blanda sem stein­ligg­ur.

Bók­in er stút­full af ein­föld­um eðal­rétt­um sem eiga vel heima í veisl­um eða í næsta mat­ar­boði.

Steikt laxaroð og chimichurri steinliggur saman.
Steikt lax­aroð og chimichurri stein­ligg­ur sam­an. Ljós­mynd/​Há­kon Björns­son

Lax með brokkólí, blaðlauk, stökku rósa­káli og chimichurri

Fyr­ir 4–5

Lax

  • 4 stk. laxbit­ar með roði (4x150 g)
  • 3 msk. repju­olía
  • 2 msk. smjör
  • Salt eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Leggið lax­inn niður þannig að hliðin með roðinu snúi upp.
  2. Skerið næst þrjár lín­ur í roðið svo það steikist bet­ur.
  3. Hitið pönnu á háum hita og bætið við repju­olíu á pönn­una.
  4. Þegar farið er að rjúka af pönn­unni leggið þá lax­inn á hana og látið roðið snúa niður. Steikið lax­inn vel án þess að hreyfa við hon­um í um það bil 3-5 mín­út­ur, fer eft­ir hversu háum hita þið náið upp.
  5. Snúið síðan lax­in­um við, hellið smjöri yfir hann með skeið og steikið í um það bil 3-5 mín­út­ur.
  6. Slökkvið síðan und­ir pönn­unni og látið lax­inn liggja á henni í smá tíma.

Bakað brok­kolí, blaðlauk­ur og rósa­kál

  • 1 stk. brokkólí ca. magn, eins og rósa­kálið
  • 1 stk. blaðlauk­ur
  • 100 g rósa­kál
  • 3 msk. ólífu­olía
  • 200 g rauðvín­se­dik
  • 100 g syk­ur
  • Saltog pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita ofn­inn í 200°C.
  2. Takið brokkólíið, fjar­lægið stilk­inn og skerið það í bita.
  3. Takið til ofn­plötu klædda í bök­un­ar­papp­ír og setjið brokkólíbit­ana á.
  4. Skerið blaðlauk­inn í helm­ing og fjar­lægið græna hlut­ann.
  5. Skolið síðan lauk­inn í köldu vatni til að ná sand­in­um úr.
  6. Skolið rósa­kálið og skerið í topp­inn svo það opn­ist fal­lega í ofn­in­um.
  7. Raðið blaðlaukn­um og rósa­kál­inu á bök­un­ar­plöt­una með brokkólí­inu.
  8. Kryddið allt hrá­efnið með ólífu­olíu, salti og pip­ar eft­ir smekk og passið að hafa gott bil á milli græn­met­is­ins svo það fái jafna steik­ingu.
  9. Setjið inn í ofn og bakiðí 15-30 mín­út­ur, get­ur verið mis­jafnt eft­ir ofn­um hversu lang­an steik­ing­ar­tíma þarf.
  10. Setjið edik og syk­ur í pott á meðan græn­metið bak­ast í ofn­in­um og sjóðið niður í helm­ing eða þar til bland­an er orðin að þykk­um gljáa. Bætið þá við ólífu­olíusvo til verði vina­gretta.
  11. Takið græn­metið úr ofn­in­um þegar það er til­búið og hellið vina­grett­unni yfir.

Chimichurri

  • 50 g hvít­ur lauk­ur
  • 50 g hvít­lauk­ur
  • 20 g ferskt kórí­and­er
  • 100 g fersk stein­selja
  • 1 tsk. chili-flög­ur
  • 10 g ferskt jalapeno eða chili
  • 20 g hvít­vín­se­dik
  • 250 g ólífu­olía
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hreinsa ferskt chili/​jalapeno með því að skera það í tvennt, skafa fræ­in úr og skera end­ana af.
  2. Setjið síðan allt hrá­efnið í mat­vinnslu­vél og hrærið vel sam­an þangað til það er vel maukað, kryddið til með salti og pip­ar eft­ir smekk.

 

 

 

 

 

 

 

mbl.is