Trump og Pútín ræða saman í vikunni

Úkraína | 16. mars 2025

Trump og Pútín ræða saman í vikunni

Búist er við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ræði saman símleiðis í vikunni.

Trump og Pútín ræða saman í vikunni

Úkraína | 16. mars 2025

Donald Trump og Vladimír Pútín.
Donald Trump og Vladimír Pútín. AFP

Búist er við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ræði saman símleiðis í vikunni.

Búist er við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ræði saman símleiðis í vikunni.

Bandaríkin og Úkraína hafa þrýst á yfirvöld í Rússlandi að samþykkja vopnahlé í stríði Rússa og Úkraínu sem hófst fyrir rúmum þremur árum þegar Rússar réðust inn í Úkraínu.

Bandaríkjamenn lögðu fram á dögunum vopnahléstillögu sem Úkraínumenn samþykktu á fundi í Sádi-Arabíu.

Ætla að eiga góðar og jákvæðar viðræður

Pútín hefur ekki gefið skýrt svar við vopnahléstillögunni heldur hefur hann nefnt fjölda skilyrða og varpað fram alvarlegum athugasemdum vegna tillögunnar.

Steve Witkoff, fulltrúi samninganefndar Bandaríkjanna, sem hitti Pútín í nokkrar klukkustundir á dögunum, sagði í viðtali við CNN að hann teldi að forsetarnir tveir ætli að eiga mjög góðar og jákvæðar viðræður í þessari viku.

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sakaði í gær stjórnvöld í Rússlandi um að vilja ekki binda enda á stríðið og varaði við því að Rússar vildu fyrst bæta stöðu sína á vígvellinum áður en þeir samþykktu vopnahlé.

Í viðbrögðum sínum við vopnahléinu fyrr í vikunni sagði Pútín að framtakið myndi gagnast fyrst og fremst Úkraínu en ekki rússneskum hersveitum, sem hann sagði sækja fram á mörgum svæðum.

mbl.is