Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki hafa í hyggju að létta á stál- og áltollum.
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki hafa í hyggju að létta á stál- og áltollum.
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki hafa í hyggju að létta á stál- og áltollum.
Frá því að hann tók við völdum í Hvíta húsinu á nýjan leik í janúar hefur hann lagt álögur á mörg viðskiptalönd Bandaríkjanna.
Háir tollar Trumps á áli og stáli gagnvart Kanada og Mexíkó tóku gildi í byrjun mars sem varð til þess að verð á hlutabréfum tók að falla.
Forsetinn sagði blaðamönnum um borð í forsetaþotunni í gær að hann ætlaði ekki að gera undanþágur frá gjaldskránni.
„Nei ég ætla ekki að gera það,“ ítrekaði Trump.
Eftir að Trump boðaði 25% tolla á Kanada svöruðu stjórnvöld þar í landi með því að hækka verð á rafmagni sem þeir selja til Bandaríkjanna.
Trump sagði í kjölfarið að ef ekki yrði fallið frá þessari verðhækkun þá myndi hann stórauka tolla á bifreiðar frá Kanada 2. apríl.
Þá hefur hann hótað 200% tolli á vín og aðrar áfengar vörur frá Frakklandi og öðrum löndum í Evrópusambandinu. Kemur hótunin í kjölfar áætlaðra refsitolla Evrópusambandsins á meðal annars bandarískt viskí, sem eiga að taka gildi í byrjun apríl.