Staðan er óbreytt við Sundhnúkagígaröðina á Reykjanesskaga. Engin merki eru um að landsig sé hafið.
Staðan er óbreytt við Sundhnúkagígaröðina á Reykjanesskaga. Engin merki eru um að landsig sé hafið.
Staðan er óbreytt við Sundhnúkagígaröðina á Reykjanesskaga. Engin merki eru um að landsig sé hafið.
Þetta segir Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands.
Síðastliðinn sólarhring hafa mælst sjö jarðskjálftar við kvikuganginn.
Flest bendir til þess að áttunda eldgosið í goshrinunni, sem hófst í desember 2023, sé á næsta leyti.
Hún segir að fimm til fimmtán skjálftar hafi verið að mælast við kvikuganginn á sólarhring undanfarna viku.
„Kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram og við metum stöðuna þannig að áfram geti brotist út kvikuhlaup og gos hvenær sem er,“ segir Jóhanna.
Síðasta gosi við Sundhnúkagígaröðina lauk 9. desember. Kvikan sem safnast hefur undir Svartsengi er orðin meiri nú en þá.
Þetta er lengsta kvikusöfnunartímabil í þessari eldgosahrinu á Sundhnúkagígaröðinni en í dag eru 118 dagar frá því að síðasta eldgos hófst þann 20. nóvember 2024.
Hún segir að engin merki séu um landsig. Það sjáist á GPS-mælum, ljósleiðurum sem mæla aflögun og á þrýstimælum í borholum.
Jóhanna segir að gosið geti hafist með mjög litlum fyrirvara en hann var sá minnsti hingað til í þessari goshrinu þegar síðasta eldgos braust út 20. nóvember. Hann var þá rúmur hálftími.
Engin skjálftavirkni mældist við Reykjanestá í nótt.
Virðist hrinan sem þar hófst á miðvikudaginn í síðustu viku hafa lognast út af. Alls mældust rúmlega 700 skjálftar í hrinunni.