Fækkun gæti tengst spennu í alþjóðamálum

Ferðamenn á Íslandi | 17. mars 2025

Fækkun gæti tengst spennu í alþjóðamálum

Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri segir gul ljós fyrir framan okkur. Gervigreindarspá Ferðamálastofu, sem er rúllandi spá sem uppfærist mánaðarlega, gerir ráð fyrir fækkun ferðamanna.

Fækkun gæti tengst spennu í alþjóðamálum

Ferðamenn á Íslandi | 17. mars 2025

Ferðamönnum hefur fækkað í bæði janúar og febrúar miðað við …
Ferðamönnum hefur fækkað í bæði janúar og febrúar miðað við fyrri spár og það hefur rúllandi áhrif. mbl.is/Karítas

Arn­ar Már Ólafs­son ferðamála­stjóri seg­ir gul ljós fyr­ir fram­an okk­ur. Gervi­greind­ar­spá Ferðamála­stofu, sem er rúllandi spá sem upp­fær­ist mánaðarlega, ger­ir ráð fyr­ir fækk­un ferðamanna.

Arn­ar Már Ólafs­son ferðamála­stjóri seg­ir gul ljós fyr­ir fram­an okk­ur. Gervi­greind­ar­spá Ferðamála­stofu, sem er rúllandi spá sem upp­fær­ist mánaðarlega, ger­ir ráð fyr­ir fækk­un ferðamanna.

Ferðamönn­um hef­ur fækkað í bæði janú­ar og fe­brú­ar miðað við fyrri spár og það hef­ur rúllandi áhrif. Arn­ar Már er þó bjart­sýnn á inn­spýt­ingu markaðssetn­ing­ar.

„Hvað veld­ur fækk­un­inni vit­um við ekki. Það gæti þess vegna verið eitt­hvað tengt spenn­unni í alþjóðamál­un­um. Það er mjög erfitt að segja til um það,“ seg­ir Arn­ar Már í sam­tali við mbl.is.

Jó­hann­es Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar, lýs­ir áhyggj­um sín­um af ferðamönn­um sem koma hingað til lands frá Banda­ríkj­un­um, í viðtali við Rúv.

Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri.
Arn­ar Már Ólafs­son ferðamála­stjóri. Ljós­mynd/​Tryggvi Már Gunn­ars­son

Banda­rík­in lyk­il­markaður

Áhrifa tolla­stríðsins er farið að gæta víða og seg­ir Jó­hann­es ferðaþjón­ust­una hér á landi ekki und­an­skilda. Sam­drátt­ur í fjölda ferðamanna frá Banda­ríkj­un­um um til dæm­is 5% gæti þýtt að allt að 8 millj­arðar tap­ist í gjald­eyris­tekj­um.

Gylfi Magnús­son, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands, pró­fess­or í hag­fræði við Há­skóla Íslands og fyrr­ver­andi efna­hags- og viðskiptaráðherra, sagði í sam­tali við mbl.is á dög­un­um að áhrifa kunni að gæta á ís­lenska ferðaþjón­ustu ef Banda­ríkja­menn séu mjög svart­sýn­ir á stöðu mála og fari kannski síður í dýr ferðalög til Íslands.

Banda­rísk flug­fé­lög eru mörg hver far­in að draga sam­an tekju­spár þar sem lík­legt sé að fólk ferðist minna á ár­inu en bú­ist var við.

Banda­ríkja­menn eru mjög mik­il­væg­ir að sögn Arn­ars Más og Banda­rík­in eru lyk­il­markaður með vel borg­andi ferðamenn.

Fylgj­ast þurfi mjög vel með fram­vind­unni. Ferðaþjón­ust­an sé viðkvæm at­vinnu­grein fyr­ir ýms­um ut­anaðkom­andi áhrif­um og póli­tísk­ur óstöðug­leiki og hugs­an­leg­ar kostnaðar­hækk­an­ir og geng­is­sveifl­ur geti verið mjög stór­ir áhrifaþætt­ir á flæði ferðafólks.

Viðræður við ráðuneyti hafa átt sér stað

Ef horft er fram á fækk­un ferðamanna frá Banda­ríkj­un­um, þarf þá ekki ein­fald­lega að sækja á aðra markaði eins og til dæm­is Asíu?

„Þetta er svona eitt af þess­um ut­anaðkom­andi atriðum sem við höf­um enga stjórn á en það sem við gæt­um hugs­an­lega gert jú er að sækja með meiri krafti á mik­il­væga markaði.

Það hef­ur verið mikið í umræðunni á und­an­förn­um miss­er­um að við þurf­um að gefa meira í neyt­enda­markaðssetn­ingu þar sem við erum að kosta mun minna til en okk­ar sam­keppn­islönd.“

Seg­ir Arn­ar það sam­tal virkt. Bæði Sam­tök ferðaþjón­ust­unn­ar og ein­stak­ling­ar í brans­an­um hafi talað því máli af tals­verðum krafti og bæði form­leg­ar og óform­leg­ar viðræður átt sér stað við ráðuneyti ferðamála.

„Því lengra sem við bíðum með það því meira þyng­ist í stýr­inu.“

Ertu bjart­sýnn að þið fáið inn­spýt­ingu?

„Já, ég er bjart­sýnn á það. Það eru mikl­ir hags­mun­ir í húfi.“

mbl.is