Hyggst trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar

Hvalveiðar | 17. mars 2025

Hyggst trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar

Aðgerðarsinninn og hvalavinurinn Paul Watson segist vera með áætlanir um að trufla hvalveiðar á Íslandi í júní. Ekki er langt síðan hann olli seinast usla hér á landi.

Hyggst trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar

Hvalveiðar | 17. mars 2025

Paul Watson-samtökin stefna á Íslandsmið í sumar til að trufla …
Paul Watson-samtökin stefna á Íslandsmið í sumar til að trufla starfsemi hvalveiðifyrirtækja. Tvö fyrirtæki eru með hvalveiðileyfi í þetta sinn. AFP

Aðgerðarsinninn og hvalavinurinn Paul Watson segist vera með áætlanir um að trufla hvalveiðar á Íslandi í júní. Ekki er langt síðan hann olli seinast usla hér á landi.

Aðgerðarsinninn og hvalavinurinn Paul Watson segist vera með áætlanir um að trufla hvalveiðar á Íslandi í júní. Ekki er langt síðan hann olli seinast usla hér á landi.

„Okkar áframhaldandi herferð snýr að því að stöðva ólöglegar hvalveiðar í sumar. Við munum trufla íslenskar hvalveiðar. Það hefst í júní,“ sagði Watson í samtali við fréttaveituna Kyodo news á mánudag, að því er Japan Times greinir frá.

Wat­son, sem er 74 ára, var hand­tek­inn á Grænlandi í haust vegna hand­töku­skip­un­ar í Jap­an frá ár­inu 2012. Þar var hann sakaður um skemmd­ar­verk á hval­veiðiskipi á Suður­skaut­inu árið 2010 og fyr­ir að slasa hval­veiðimann.

Danir höfnuðu þó framsalsbeiðni Japana og aðgerðarsinninn gengur nú laus eftir fimm mánaða gæsluvarðhald á dönsku yfirráðasvæði og virðist nú stefna á Íslandsmið á ný. Hann býr nú í Frakklandi sem heiðursborgari í París. Kveðst Watson hafa fengið fjölda bréfa meðan hann var í varðhaldi.

Hefur áður valdið usla á Íslandi

Íslend­ing­ar þekkja Wat­son vel enda hef­ur hann áður skipu­lagt aðgerðir gegn hval­veiðum á Íslandi ásamt sjálf­boðaliðum á veg­um um­hverf­is­vernd­ar­sam­tak­anna Sea Shepherd.

Árið 1986 sökktu út­send­ar­ar á veg­um sam­tak­anna til að mynda tveim­ur hval­veiðibát­um í Reykja­vík­ur­höfn með því að opna botn­lok­ur þeirra. Einnig brut­ust þeir inn í Hval­stöðina í Hval­f­irði og unnu skemmd­ir á tækj­um og búnaði þar. Sea Shepherd lýsti ábyrgðinni á hend­ur sér.

Hvaleiðiskip Hvals hf.
Hvaleiðiskip Hvals hf. Kristinn Magnússon

Árið 2019 kom Wat­son síðan aft­ur til lands­ins í þeim til­gangi að stöðva hrefnu­veiðar. Ekki stóð hins veg­ar til að fara á hrefnu­veiðar það árið og hafði hann því ekki er­indi sem erfiði.

Læstu sig í möstrum

Árið 2022 stofnaði hann ný hvalverndarsamtök sem hann nefndi í höfuð á sjálfum sér, The Captain Paul Watson Foundation, og hafa þau einnig truflað hvalveiðar hér á landi.

Watson-samtökin vöktu mikla athygli í byrjun september 2023, þegar tvær konur á þeirra vegum læstu sig í möstrum hvalveiðiskipanna Hvals 8 og Hvals 9.

Konurnar tvær, Ana­hita Baba­ei og El­issa Biou, voru í möstrunum í um tvo daga. 

Mótmælandi í mastri hvalveiðiskips Hvals hf. í september 2023.
Mótmælandi í mastri hvalveiðiskips Hvals hf. í september 2023. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fylgist grannt með japönskum skipum

Aðeins þrjár þjóðir stunda hvalveiðar til viðskipta: Íslendingar, Norðmenn og Japanir. Watson segir samtökin fylgjast grannt með hvalveiðum í Japan.

„Ef Japanir snúa aftur á Suður-Íshaf í haust munum við vera þar til að mæta þeim,“ segir hann við japanska miðilinn.

Umdeilt hvalveiðileyfi

Í desember gaf Bjarni Bene­dikts­son, þá fráfarandi for­sæt­is­ráðherra og starfandi matvælaráðherra, út leyfi til veiða á 201 langreyði til Hvals hf. auk leyf­is til veiða á 217 hrefn­um til tog- og hrefnu­veiðibáts­ins Hall­dórs Sig­urðsson­ar ÍS 14 sem er í eigu Tjald­tanga ehf.

Leyfið er í gildi til fimm ára en endurnýjast sjálfkrafa.

Ákvörðun Bjarna  var umdeild, 51% landsmanna sögðust ósáttir með ákvörðunina samkvæmt könnun Maskínu. Kristrún Frosta­dótt­ir, for­sæt­is­ráðherra Íslands, hefur einnig sagt að lög um hval­veiðar á Íslandi séu úr­elt og krefj­ist end­ur­skoðunar.

Hvalveiðar hafa verið umdeildar á íslandi í áratugi.
Hvalveiðar hafa verið umdeildar á íslandi í áratugi. Morgunblaðið/Ómar
mbl.is