Vextir myndu sennilega ekkert breytast hér á landi þótt evra yrði tekin upp á morgun. Þetta segir dr. Ragnar Árnason prófessor sem segir allt aðra þætti ákvarða vaxtastig í löndum en gjaldmiðillinn.
Vextir myndu sennilega ekkert breytast hér á landi þótt evra yrði tekin upp á morgun. Þetta segir dr. Ragnar Árnason prófessor sem segir allt aðra þætti ákvarða vaxtastig í löndum en gjaldmiðillinn.
Vextir myndu sennilega ekkert breytast hér á landi þótt evra yrði tekin upp á morgun. Þetta segir dr. Ragnar Árnason prófessor sem segir allt aðra þætti ákvarða vaxtastig í löndum en gjaldmiðillinn.
Ragnar er nýjasti gestur Spursmála. Hann hefur nokkuð tekist á við Dag B. Eggertsson, alþingismann um kosti og galla við upptöku evru. Þeim báðum var boðið til þáttarins tvær vikur í röð en aðeins Ragnar átti heimangengt.
„Ef menn vilja ganga í Evrópusambandið til þess að fá lága vexti þá er það sýnd veiði en ekki gefin. Vextir innan Evrópusambandsins eru mjög breytilegir, jafnvel innan hóps evrulandanna sem eru 20 af 27 ríkjum í Evrópusambandinu. Og ef maður til dæmis horfir bara á húsnæðisvexti þá hlaupa þeir á bili frá 1 og upp í 3,5. Það er að segja að hæstu vextir í hópi evrulandanna eru 350% af vöxtum í lægstu vöxtum,“ útskýrir Ragnar.
„Þannig að það eru bara ekki neinir einir vextir í Evrópusambandinu. Það eru breytilegir vextir. Eins og reyndar alstaðar í heiminum því vextir á markaði fara eftir svo mörgum þáttum þannig að það er alls ekki þannig að ef við göngum í Evrópusambandið, jafnvel tökum upp evru, að við fáum þá vexti sem eru lægstir í Evrópusambandinu,“ bætir hann við.
Og Ragnar bendir á að evrópsk ríki, utan ESB, standi styrkum fótum þegar kemur að vaxtastiginu.
„Síðan kemur það einnig í ljós að vextir í löndum utan Evrópusambandsins, t.d. í Sviss eru mun lægri heldur en gengur og gerist í Evrópusambandinu sjálfu. Og þá dregur maður þá sjálfsögðu ályktun að vextir fari ekki eftir myntinni heldur einhverju allt öðru.“
Hvað er það sem ræður för?
„Ég býst við því að til þess að fá lága vexti þurfi menn að lifa í samfélagi þar sem eru ekki neitt gríðarlega góð fjárfestingartækifæri því ef þau eru fyrir hendi þá leita peningarnir þangað og allir vextir togast upp á við. Og ef menn lifa í samfélagi sem hefur trausta peningastjórn og trausta fjármálastjórn og stöðugleika eins og í Sviss þá hafa vextirnir tilhneigingu til þess að fara niður á við. Líka held ég að það sé þannig að í Svisslandi eru lántakendurnir öryggir, þ.e. traustir og stór hluti af vöxtum í mörgum löndum, meðal annars Íslandi er álag sem lánveitendur setja á vextina vegna óvissu um hvort viðkomandi geti borgað eða ekki.“
Segir Ragnar að það myndi taka langan tíma fyrir Ísland að fá að taka upp evru og að það myndi gerast að undangenginni aðildarumsókn og inngöngu í ESB. Þá þyrfti landið að uppfylla margvísleg skilyrði fyrir upptöku, m.a. að vextir væru litlu hærri hér en best gerðist meðal evrulandanna. Segir hann að þegar því skilyrði hefði verið mætt, væru þá í raun engar ástæður eftir til þess að taka upp evru.
Viðtalið við Ragnar, sem er ítarlegt, má sjá og heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: