Nýja eiginkonan 23 árum yngri

Ást í Hollywood | 17. mars 2025

Nýja eiginkonan 23 árum yngri

Bandaríski leikarinn Justin Theroux gekk í hjónaband með leikkonunni Nicole Brydon Bloom á strönd í bænum Tulum í Mexíkó um helgina.

Nýja eiginkonan 23 árum yngri

Ást í Hollywood | 17. mars 2025

Parið mætti í Vanity Fair-fögnuðinn í byrjun mars.
Parið mætti í Vanity Fair-fögnuðinn í byrjun mars. Ljósmynd/AFP

Banda­ríski leik­ar­inn Just­in Theroux gekk í hjóna­band með leik­kon­unni Nicole Brydon Bloom á strönd í bæn­um Tul­um í Mexí­kó um helg­ina.

Banda­ríski leik­ar­inn Just­in Theroux gekk í hjóna­band með leik­kon­unni Nicole Brydon Bloom á strönd í bæn­um Tul­um í Mexí­kó um helg­ina.

Slúður­vef­ur­inn TMZ greindi fyrst frá tíðind­un­um og birti mynd­ir af par­inu í spari­föt­un­um á strönd­inni.

Theroux, 53 ára, og Bloom, 31 árs, op­in­beruðu sam­band sitt í byrj­un árs 2023 og trú­lofuðu sig síðsum­ars í fyrra.

Theroux, sem er einna þekkt­ast­ur fyr­ir hlut­verk sín í kvik­mynd­un­um Tropic Thund­er, Zooland­er, Wand­erlust og Charlie’s Ang­els: Full Throttle, fór á skelj­arn­ar á Ítal­íu, nán­ar til­tekið í Fen­eyj­um, þegar parið var statt þar vegna alþjóðlegu kvik­mynda­hátíðar­inn­ar í ág­úst.

Bloom skartaði stærðar­inn­ar dem­ants­hring á baug­fingri á rauða dregl­in­um þegar kvik­mynd­in Beet­lejuice Beet­lejuice var heims­frum­sýnd þann 28. ág­úst síðastliðinn.

Theroux var áður kvænt­ur leik­kon­unni Jenni­fer Anist­on á ár­un­um 2015 til 2017.

Jennifer Aniston og Justin Theroux voru gift á árunum 2015 …
Jenni­fer Anist­on og Just­in Theroux voru gift á ár­un­um 2015 til 2017. Ljós­mynd/​AFP
mbl.is