Bandaríski leikarinn Justin Theroux gekk í hjónaband með leikkonunni Nicole Brydon Bloom á strönd í bænum Tulum í Mexíkó um helgina.
Bandaríski leikarinn Justin Theroux gekk í hjónaband með leikkonunni Nicole Brydon Bloom á strönd í bænum Tulum í Mexíkó um helgina.
Bandaríski leikarinn Justin Theroux gekk í hjónaband með leikkonunni Nicole Brydon Bloom á strönd í bænum Tulum í Mexíkó um helgina.
Slúðurvefurinn TMZ greindi fyrst frá tíðindunum og birti myndir af parinu í sparifötunum á ströndinni.
Theroux, 53 ára, og Bloom, 31 árs, opinberuðu samband sitt í byrjun árs 2023 og trúlofuðu sig síðsumars í fyrra.
Theroux, sem er einna þekktastur fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum Tropic Thunder, Zoolander, Wanderlust og Charlie’s Angels: Full Throttle, fór á skeljarnar á Ítalíu, nánar tiltekið í Feneyjum, þegar parið var statt þar vegna alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í ágúst.
Bloom skartaði stærðarinnar demantshring á baugfingri á rauða dreglinum þegar kvikmyndin Beetlejuice Beetlejuice var heimsfrumsýnd þann 28. ágúst síðastliðinn.
Theroux var áður kvæntur leikkonunni Jennifer Aniston á árunum 2015 til 2017.