Ruddist inn á uppistand hjá Ara Eldjárn

Uppskriftir | 17. mars 2025

Ruddist inn á uppistand hjá Ara Eldjárn

Helga Magga næringarþjálfari og gleðigjafi á heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu sinni. Hún heldur úti vefsíðunni helgamagga.is, þar sem hún deilir næringarríkum uppskriftum sem allir ættu að ráða við.

Ruddist inn á uppistand hjá Ara Eldjárn

Uppskriftir | 17. mars 2025

Helga Magga heilsumarkþjálfi býður upp á vikumatseðilinn að þessu sinni.
Helga Magga heilsumarkþjálfi býður upp á vikumatseðilinn að þessu sinni. mbl.is/Árni Sæberg

Helga Magga nær­ing­arþjálf­ari og gleðigjafi á heiður­inn af vikumat­seðlin­um að þessu sinni. Hún held­ur úti vefsíðunni helgamagga.is, þar sem hún deil­ir nær­ing­ar­rík­um upp­skrift­um sem all­ir ættu að ráða við.

Helga Magga nær­ing­arþjálf­ari og gleðigjafi á heiður­inn af vikumat­seðlin­um að þessu sinni. Hún held­ur úti vefsíðunni helgamagga.is, þar sem hún deil­ir nær­ing­ar­rík­um upp­skrift­um sem all­ir ættu að ráða við.

„Ég deili miklu á sam­fé­lags­miðlum af lífi mínu, bæði af nær­ingu og hreyf­ingu, ég er svona svo­lítið í því að ein­falda fólki lífið, þessi seinniparts­spurn­ing sem svo marg­ir taka við maka sinn klukk­an 15:40: „Hvað á að vera í mat­inn“. Ég er alltaf með svar við henni á heimasíðunni minni með öll­um upp­skrift­un­um sem þar eru.

Á In­sta­gram og TikT­ok er ég með mynd­bönd við all­ar upp­skrift­irn­ar mín­ar, það er oft ekki nóg fyr­ir fólk að sjá að rétt­ur sé ein­fald­ur, það þarf að sjá þetta sjón­rænt fyr­ir sér. Stutt mynd­band er oft allt sem fólk þarf til að fá kjarkinn í að prófa eitt­hvað. Já, þetta er ein­falt, ég get gert þetta.“

Elsk­ar vikumat­seðla og skipu­lag

Helga Magga gafst upp á þess­ari spurn­ingu: „Hvað eig­um við að hafa í mat­inn?“ og plan­ar sjálf hvað á að vera í mat­inn í um það bil 95% til­vika.

„Þess­ar elsk­ur, maður­inn minn, Kjart­an Páll Sæ­munds­son, og börn­in, kvarta sjald­an. Maður­inn minn sér um aðra hluti á móti. Ég elska vikumat­seðla og skipu­lag, vil helst að kaupa inn fyr­ir alla vik­una í einni ferð þó að það sé nú ekki beint það sem ég geri, ætli ég fari ekki svona 5 sinn­um í búðina í viku. Ég mun setja það á mark­miðal­ist­ann fyr­ir árið 2026, orðið of seint núna,“ seg­ir Helga Magga og hlær.

„Það heppn­ast ekk­ert allt í eld­hús­inu hjá mér. Það er til dæm­is stutt síðan ég bauð þeim upp á pasta­rétt sem var alls ekki til­bú­inn, hann var meira svona „pre- al dente“. Og það fyndna var að það voru all­ir sest­ir niður, sár­svöng börn sem létu sig bara hafa það, eng­inn tími í að elda mat­inn leng­ur. En það er nú ein­mitt það skemmti­lega við elda­mennsk­una, að sjá hvað virk­ar og hvað ekki. Börn­in eru mín­ir bestu gagn­rýn­end­ur, það fer varla upp­skrift á heimasíðuna mína nema með þeirra samþykki. Enda verða upp­skrift­irn­ar að vera ein­fald­ar, fljót­leg­ar og krakka­væn­ar.

Hægt er að fylgj­ast með Helgu á TikT­ok hér og In­sta­gram hér.

Mánu­dag­ur – Mezze rigat­oni bolog­nese í rjóma­lagðri pestósósu

„Eins mikið og mann lang­ar alltaf í fisk á mánu­dög­um þá er það glæp­sam­legt að bjóða börn­um upp á fisk á mánu­dög­um og miðviku­dög­um því þá er alltaf fisk­ur í skól­an­um. Fisk­ur tvisvar á dag er aðeins of mikið að þeirra mati. Svo ég reyni að hafa það í huga þegar ég plana vik­una. Ég held að þessi bolog­nese-rétt­ur muni slá í gegn heima hjá mér, svo skemmti­legt að nota öðru­vísi pasta en maður er van­ur að gera, rigat­oni er mjög krakka­vænt.“

Þriðju­dag­ur - Þorsk­hnakk­ar með graskers- og basilpestó

„Þessi rétt­ur hljóm­ar ótrú­lega vel, ég hlakka til að prófa.“

Miðviku­dag­ur – Mexí­kókjúlla­rétt­ur

„Þessi rétt­ur er svo góður og svo mik­il prótein­bomba, held að fólk sé ekki al­menni­lega að átta sig á því. Hann fær al­veg fullt hús stiga frá mér.“

Fimmtu­dag­ur – Kjúk­linga­borg­ari

„Er eitt­hvað betra en kjúk­linga­borg­ari? Nei, ég held ekki. All­ir elska þetta.“

Föstu­dag­ur – Pít­sa­kvöld

„Ég þori nú varla að segja frá því að strák­ur­inn minn er kom­inn með al­gjör­lega nóg af prótein­pítsunni sem jafn­framt er vin­sæl­asta upp­skrift­in á heimasíðunni minni. En alla föstu­daga er pít­sa­kvöld þar sem er tví­réttað hjá okk­ur, það er s.s. krakkapítsa og svo prótein­pítsa fyr­ir okk­ur og elstu dótt­ur okk­ar. Ég baka botn­inn yf­ir­leitt sjálf enda afar fljót­legt, fyr­ir utan tím­ann sem fer í að láta deigið hef­ast.“

Laug­ar­dag­ur – Pad thai núðlur

„Ég er alltaf að leita að hinni full­komnu pad thai núðlum, bind mikl­ar von­ir við þenn­an rétt.“

Sunnu­dag­ur – Hæg­eldaðir lambaskank­ar

„Ég elska svona sunnu­dags­mat, lambaskank­ar minna mig alltaf á eina mjög svo vand­ræðal­ega sögu af sjálfri mér. 

Í Covid-inu var ég að vinna hjá Rík­is­lög­reglu­stjóra í smitrakn­ing­ar­t­eym­inu. Eitt föstu­dags- eða laug­ar­dags­kvöld í vinn­unni var starfs­manna­skemmt­un í gangi þar sem fólk tók þátt „on­line“ heima hjá sér og Ari Eld­járn var að skemmta fólk­inu. Hann bað alla um að vera með slökkt á hljóðinu hjá sér og síðan bauð hann upp á uppistand.

Ég var að hlusta en vinna á sama tíma og tók ég að mér að panta mat fyr­ir sam­starfs­fé­lag­ana. Það sem ég fattaði ekki þegar ég hringdi til að panta mat­inn var að hljóðið fór á míkra­fón­inn hjá mér. Ég fór beint í verkið og sagði í sím­ann: „Já, ég ætla að panta sex lambaskanka.“ Síðan hélt ég áfram að tala eitt­hvað í sím­ann og ranka síðan við mér þegar ég heyrði fólk kalla á mig: „Helga, Helga mín, ertu svöng?“ Lít svo á skjá­inn og sé að Ari er stopp, í hlát­urskasti. Já, ég rudd­ist bara inn í mitt uppistand hjá Ara Eld­járn fyr­ir fram­an 300 manns til að panta lambaskanka.“

 

mbl.is