Trump gerir Írana ábyrga

Trump gerir Írana ábyrga fyrir aðgerðum Húta

Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í dag að hann kæmi til með að gera Írana milliliðalaust ábyrga fyrir öllum árásum uppreisnarmanna Húta á bandarísk skip á Rauðahafi, en uppreisnarmennirnir, sem klerkastjórnin í Teheran styður, hafa síðustu misseri skotið fjölda skeyta að bandarískum og annarra þjóða flutningaskipum í því augnamiði að hindra vöruflutninga til Ísraels.

Trump gerir Írana ábyrga fyrir aðgerðum Húta

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 17. mars 2025

Donald Trump hefur gert Írana ábyrga fyrir öllum árásum uppreisnarmanna …
Donald Trump hefur gert Írana ábyrga fyrir öllum árásum uppreisnarmanna Húta hér eftir. AFP/Anna Moneymaker

Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í dag að hann kæmi til með að gera Írana milliliðalaust ábyrga fyrir öllum árásum uppreisnarmanna Húta á bandarísk skip á Rauðahafi, en uppreisnarmennirnir, sem klerkastjórnin í Teheran styður, hafa síðustu misseri skotið fjölda skeyta að bandarískum og annarra þjóða flutningaskipum í því augnamiði að hindra vöruflutninga til Ísraels.

Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í dag að hann kæmi til með að gera Írana milliliðalaust ábyrga fyrir öllum árásum uppreisnarmanna Húta á bandarísk skip á Rauðahafi, en uppreisnarmennirnir, sem klerkastjórnin í Teheran styður, hafa síðustu misseri skotið fjölda skeyta að bandarískum og annarra þjóða flutningaskipum í því augnamiði að hindra vöruflutninga til Ísraels.

„Litið verður á hvert skot sem Hútar skjóta hér eftir sem skotið sé með vopnum og frá stjórnvöldum ÍRANS og ÍRAN verður gert ábyrgt og mun finna fyrir afleiðingunum,“ skrifar Trump á samfélagsmiðil sinn, Truth Social, í dag.

Öllum árásum svarað af krafti

Bandaríkjaher hefur gert reglulegar gagnárásir á skotmörk á yfirráðasvæði Húta mánuðum saman og er það nýlunda að Trump atyrði Íran fyrir árásir þeirra, en sú breyting varð nú í kjölfar árásar Bandaríkjamanna á skotmörk í Jemen á laugardaginn sem varð 53 að bana og særði 98.

Sem svar við árásinni gerðu Hútar tvær árásir á bandarískt flugmóðurskip auk þess að blása til fjölmennra mótmæla í þeim hlutum Jemen sem lúta þeirra stjórn. Voru þetta fyrstu árásir þeirra á sjóför á Rauðahafi síðan 19. janúar.

„Öllum frekari árásum eða hefndaraðgerðum af hálfu Húta verður svarað af fullum krafti,“ skrifaði Trump enn fremur í pistli sínum og bætti því við að Íran hefði tekið sér hlutverk „saklausa fórnarlambsins“ í væringunum.

Að auki hefur Trump krafist þess að kjarnorkusamkomulag við Íran verði endurnýjað í krafti hámarksþvingana af hálfu forsetans.

mbl.is