Það væsir ekki um tónlistarmanninn Valdimar Guðmundsson þessa dagana, en hann er nú staddur í fríi með sambýliskonu sinni, Önnu Björk Sigurjónsdóttur, á uppáhaldsstað Íslendinga, Tenerife.
Það væsir ekki um tónlistarmanninn Valdimar Guðmundsson þessa dagana, en hann er nú staddur í fríi með sambýliskonu sinni, Önnu Björk Sigurjónsdóttur, á uppáhaldsstað Íslendinga, Tenerife.
Það væsir ekki um tónlistarmanninn Valdimar Guðmundsson þessa dagana, en hann er nú staddur í fríi með sambýliskonu sinni, Önnu Björk Sigurjónsdóttur, á uppáhaldsstað Íslendinga, Tenerife.
Valdimar, sem hefur um árabil verið einn ástsælasti söngvari landsins, deildi skemmtilegri mynd af sér á Instagram-síðu sinni um helgina og af henni að dæma þá á eyjalífið ansi vel við hann.
„Ég vil meina að ég líti út eins og Leo í bíómyndinni Blood Diamond. Anna segir að ég sé líkari Big Lebowski.
Bestu kveðjur frá Tene,” skrifar hann við færsluna.
Söngvarinn góðkunni hefur lengi háð baráttu við aukakílóin og verið opinskár um málið á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum.
Valdimar tók heilsuna föstum tökum fyrir örfáum árum síðan og hefur náð ótrúlegum árangri eins og sjá má á myndinni.