Verða fleiri ríki fyrir barðinu á Rússum?

Spursmál | 17. mars 2025

Verða fleiri ríki fyrir barðinu á Rússum?

Hyggja Rússar á frekari landvinninga? Af hverju búa Eystrasaltsríkin, Pólland og Finnar sig undir bein átök við nágranna sinn í austri? 

Verða fleiri ríki fyrir barðinu á Rússum?

Spursmál | 17. mars 2025

Hyggja Rússar á frekari landvinninga? Af hverju búa Eystrasaltsríkin, Pólland og Finnar sig undir bein átök við nágranna sinn í austri? 

Hyggja Rússar á frekari landvinninga? Af hverju búa Eystrasaltsríkin, Pólland og Finnar sig undir bein átök við nágranna sinn í austri? 

Þetta er meðal þess sem rætt er í nýjasta þætti Spursmála þar sem Tryggvi Hjaltason, hernaðar- og varnarmálasérfræðingur situr fyrir svörum.

Ekki augljóst hvað gerist næst

Hann segir ekki augljóst að fleiri ríki verði fyrir barðinu á Rússum, hvenær sem átökunum í Úkraínu slotar.

Bendir hann á að ef Rússum hefði tekist ætlunarverkið og þeir brotið Úkraínu undir sig á örfáum dögum hefði hættan á frekari útþenslu verið mun meiri.

Nú þegar fyrir liggur að rússneski herinn á í miklum erfiðleikum með að sækja fram og er kominn í hálfgerða störukeppni við úkraínska varnarliðið þá er ekki endilega augljóst mál að Rússar geti lagst í víking gagnvart öðrum nágrannaríkjum og betur undirbúnum.

Þrátt fyrir hrakfarir Rússlandshers þá sýndu Svíar og Finnar það mjög skýrt í upphafi átakanna í Úkraínu að þeir vilja vera við öllu búnir. Gerðist það þegar ríkin tvö sóttu um aðild að NATO í miklum flýti. Eins hafa ríki á borð við Eistland, Lettland og Litháen, svo ekki sé talað um Pólland gert allt sem í þeirra valdi stendur til þess að efla varnarviðbúnað sinn.

Viðtalið við Tryggva má sjá og heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:

mbl.is