Trump-stjórnin ætlar ekki að verða við beiðni fransks þingsmanns um að skila Frelsisstyttunni til Frakklands.
Trump-stjórnin ætlar ekki að verða við beiðni fransks þingsmanns um að skila Frelsisstyttunni til Frakklands.
Trump-stjórnin ætlar ekki að verða við beiðni fransks þingsmanns um að skila Frelsisstyttunni til Frakklands.
„Alls ekki,“ sagði Karoline Leavitt, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, spurð út í þetta á blaðamannafundi í gærkvöldi.
„Mitt ráð til þessa ónefnda lágtsetta franska stjórnmálamanns væri að minna á að það er aðeins vegna Bandaríkjanna að Frakkar eru ekki að tala þýsku akkúrat núna,“ bætti hún við og vísar að öllum líkindum til bandalags Bandaríkjanna og Frakka í seinni heimstyrjöld.
„Þau ættu að vera þakklát.“
Raphaël Glucksmann, þingmaður á franska þjóðþinginu, hafði sagt á ráðstefnu á dögunum að Bandaríkin undir stjórn Donalds Trumps forseta væru ekki lengur hlutgervingur þeirra gilda sem Frelsisstyttan táknar.
Frakkar gáfu Bandaríkjamönnum styttuna að gjöf 1884. Annars vegar átti styttan að vera til marks um diplómatískt samband þjóðanna og hins vegar tákn um sjálfstæði Bandaríkjanna og endalok þrælahalds í landinu.
„Við ætlum að segja við alla Bandaríkjamenn sem hafa valið sér lið með einræðisherrunum, Bandaríkjamönnunum sem ráku rannsóknarmenn fyrir að krefjast vísindalegs frelsis: Gefið okkur aftur Frelsisstyttuna,“ sagði Glucksmann og vísaði til niðurskurðar hjá heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, þar sem þúsundir vísindamanna hafa misst vinnuna.