Ísrael hefur hafið árásir sínar á Gasasvæðið aftur „af fullum krafti“ að sögn Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. Hann ávarpaði þjóð sína í sjónvarpi í kvöld.
Ísrael hefur hafið árásir sínar á Gasasvæðið aftur „af fullum krafti“ að sögn Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. Hann ávarpaði þjóð sína í sjónvarpi í kvöld.
Ísrael hefur hafið árásir sínar á Gasasvæðið aftur „af fullum krafti“ að sögn Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. Hann ávarpaði þjóð sína í sjónvarpi í kvöld.
Ummæli hans koma í kjölfar loftárásar sem var gerð á Gasa í nótt þar sem yfir 400 manns létu lífið, að sögn heilbrigðisráðuneytisins á Gasa, sem er undir stjórn hryðjuverkasamtakanna Hamas. Sagði Netanjahú að árásin væri aðeins upphafið og að samningaviðræður um vopnahlé á svæðinu myndu halda áfram undir skothríð.
Árás Ísraelshers í nótt var sú stærsta síðan að tímabundið vopnahlé hófst 19. janúar síðastliðinn.
Varnarmálaráðherra Ísraels segir að Ísraelsher muni halda áfram að berjast á Gasa þar til búið er að afhenda alla gísla sem teknir voru í hryðjuverkunum 7. október, en samið var um slíkt í fyrsta fasa vopnahlésins.
Í ávarpi sínu sagði Netanjahú að Ísrael hafi reynt að semja við Hamas um lausn gíslanna en að Hamas hefði hafnað öllum tillögum. Sagði hann jafnframt að Ísraelsher muni halda áfram að berjast þar til búið er að skila öllum gíslunum og að tryggt verði að Ísrael standi ekki ógn af Hamas.
Hamas hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem segir að endurtekin ofbeldisverk af hálfu Ísraels á Gasa myndu leggja „dauðadóm“ á þá gísla sem eru á lífi í haldi þeirra.