Átján manna hús til leigu við Selfoss

Gisting | 18. mars 2025

Átján manna hús til leigu við Selfoss

Rétt hjá Selfossi er hús til leigu sem rúmar átján manns í sex herbergjum. Húsið er gamall skóli sem hætti árið 2006. Nú er búið að breyta skólanum í skemmtilega gistingu fyrir hópa sem hægt er að leigja á leigusíðunni AirBnb.

Átján manna hús til leigu við Selfoss

Gisting | 18. mars 2025

Vinahópar eða stærri fjölskyldur komast vel fyrir í þessari glæsilegu …
Vinahópar eða stærri fjölskyldur komast vel fyrir í þessari glæsilegu gistingu. Samsett mynd

Rétt hjá Selfossi er hús til leigu sem rúmar átján manns í sex herbergjum. Húsið er gamall skóli sem hætti árið 2006. Nú er búið að breyta skólanum í skemmtilega gistingu fyrir hópa sem hægt er að leigja á leigusíðunni AirBnb.

Rétt hjá Selfossi er hús til leigu sem rúmar átján manns í sex herbergjum. Húsið er gamall skóli sem hætti árið 2006. Nú er búið að breyta skólanum í skemmtilega gistingu fyrir hópa sem hægt er að leigja á leigusíðunni AirBnb.

Í lýsingu hússins er tekið fram að byggingin sé söguleg á skemmtilegum stað á landsbyggðinni. Húsið er innréttað á afslappaðan og smekklegan hátt. Sex svefnherbergi eru í húsinu og er sér baðherbergi fyrir hvert herbergi. Þetta er því kjörið fyrir stóra vinahópa eða fjölskyldur. 

Þarna má einnig finna skemmtilegan garðskála og heillandi útisvæði. Einnig er heitur pottur fyrir gesti.

Húsið er innréttað á heimilislegan og afslappaðan hátt.
Húsið er innréttað á heimilislegan og afslappaðan hátt. Skjáskot/AirBnb
Það er nóg pláss!
Það er nóg pláss! Skjáskot/AirBnb
Snyrtileg og smekkleg svefnherbergi.
Snyrtileg og smekkleg svefnherbergi. Skjáskot/AirBnb
Þarna má njóta lífsins með sínum nánustu og elda góðan …
Þarna má njóta lífsins með sínum nánustu og elda góðan mat. Skjáskot/AirBnb
Inni- og útigarðurinn er heillandi.
Inni- og útigarðurinn er heillandi. Skjáskot/AirBnb
mbl.is