Enginn rekstrarstuðningur og kaupa ekki atvinnuhúsnæði

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 18. mars 2025

Enginn rekstrarstuðningur og kaupa ekki atvinnuhúsnæði

Rekstr­arstuðning­ur við rekstr­araðila í Grindavík verður ekki fram­lengd­ur og fell­ur úr gildi 31. mars.

Enginn rekstrarstuðningur og kaupa ekki atvinnuhúsnæði

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 18. mars 2025

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eyþór

Rekstr­arstuðning­ur við rekstr­araðila í Grindavík verður ekki fram­lengd­ur og fell­ur úr gildi 31. mars.

Rekstr­arstuðning­ur við rekstr­araðila í Grindavík verður ekki fram­lengd­ur og fell­ur úr gildi 31. mars.

Í staðinn verður horft til þess að nýta al­menn­ari úrræði um op­in­ber­an stuðning við at­vinnu­líf í gegn­um Sókn­aráætl­un Suður­nesja.

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var spurð út í samráð við fyrirtæki í Grindavík í tengslum við ákvörðunina í stuttu samtali við fjölmiðla að lokinni kynningu hennar á aðgerðum ríkisstjórnarinnar í málefnum Grindvíkinga í Stjórnarráðinu í dag.

Tengiliður ríkisstjórnar í samskiptum við Grindvíkinga

Segir Kristrún ríkisstjórnina hafa verið með tengilið sem hefur verið í miklum samskiptum við Grindvíkinga og fyrirtæki í Grindavík. Hún segir tengiliðinn meðal annars muni koma að því að byggja upp ný úrræði með sóknaráætlunum landshluta.

Þá segir hún að samstarf verði með Byggðastofnun og samtökum sveitarfélaga á Suðurnesjum. Bendir Kristrún á að sóknaráætlanir hafi í gegnum tíðina oft verið notaðar þegar áföll verða eins og snjóflóð, aurskriður og annað.

Þannig sé um eðlilegt framhald að ræða á þessum tímapunkti.

Færri nýtt sér rekstrarstuðning

„Það er eðlisbreyting á rekstrarstuðningnum. Þessu mun fylgja atvinnuráðgjöf og í raun sértækari stuðningur.“

Kristrún segir færri hafa nýtt sér rekstrarstuðninginn undanfarið þannig sé fyrirkomulagið eðlilegra með þessum hætti að mati stjórnvalda.

Hún tekur þá fram að nú verði stuðningslánin framlengd sem talið sé að muni styðja við nýtingu sóknaráætlunarinnar.

Stjórn­völd hafa þá ákveðið að ráðast ekki í upp­kaup á at­vinnu­hús­næði í Grinda­vík. Sjón­um verður þess í stað beint að því að greina hvort per­sónu­leg­ar ábyrgðir vegna at­vinnu­hús­næðis eða at­vinnu­rekst­urs kalli á ráðstaf­an­ir til að forða gjaldþrot­um ein­stak­linga.

Þörf fyr­ir slík úrræði verður könnuð með milli­göngu umboðsmanns skuld­ara.

mbl.is