Hafa fest kaup á skosku uppsjávarskipi

Ísfélag hf | 18. mars 2025

Hafa fest kaup á skosku uppsjávarskipi

Skoska uppsjávarskipið Pathway PD-165 kom til Vestmannaeyja í dag og landaði þar kolmunna til vinnslu hjá ÍSfélaginu hf. Skipið mun að lokinni löndun halda aftur á Skotlandsmið en stutt verður til skipið mætir aftur þar sem Ísfélagið hefur fest kaup á skipinu.

Hafa fest kaup á skosku uppsjávarskipi

Ísfélag hf | 18. mars 2025

Skoska uppsjávarskipið Pathway PD landaði kolmunna í Eyjum í dag. …
Skoska uppsjávarskipið Pathway PD landaði kolmunna í Eyjum í dag. Ísfélagið hefur fest kaup á skipinu. Ljósmynd/Ísfélag hf.

Skoska uppsjávarskipið Pathway PD-165 kom til Vestmannaeyja í dag og landaði þar kolmunna til vinnslu hjá ÍSfélaginu hf. Skipið mun að lokinni löndun halda aftur á Skotlandsmið en stutt verður til skipið mætir aftur þar sem Ísfélagið hefur fest kaup á skipinu.

Skoska uppsjávarskipið Pathway PD-165 kom til Vestmannaeyja í dag og landaði þar kolmunna til vinnslu hjá ÍSfélaginu hf. Skipið mun að lokinni löndun halda aftur á Skotlandsmið en stutt verður til skipið mætir aftur þar sem Ísfélagið hefur fest kaup á skipinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu félagsins. Þar kemur jafnframt frma að skipið verði formlega afhent félaginu í maí.

Pathway var smíðað af skipasmíðastöðinni Karstensens árið 2017 fyrir Lunar Fishing Company í Peterhead í Skotlandi. Mesta lengd þess er 78,65 metrar, breidd 15,5 metrar og brúttótonnin um 2.800.

Ljósmynd/Ísfélag hf.

Með kaupunum verða uppsjávarskip Ísfélagsins orðin fimm, en Heimaey VE og Suðurey VE eru í söluferli.

Fiskifréttir hafa eftir Eyþóri Harðarsyni útgerðarstjóra Ísfélagsins að stefnt verði að því að beita Pathway á makrílvertíðinni síðar á þessu ári. „Við ætlum okkur stærri hluti á komandi vertíð en í fyrra,” segir hann.

mbl.is