Mætti með óskiljanlega hárgreiðslu

Snyrtivörur | 18. mars 2025

Mætti með óskiljanlega hárgreiðslu

Hárgreiðsla söngkonunnar JoJo Siwa vakti mikla athygli á rauða dreglinum á iHeart Radio-tónlistarverðlaununum sem haldin voru í Hollywood. Það tók í kringum fjórar klukkustundir að ljúka við greiðslu og förðun Siwa.

Mætti með óskiljanlega hárgreiðslu

Snyrtivörur | 18. mars 2025

Þessi greiðsla er áhugaverð.
Þessi greiðsla er áhugaverð. Samsett mynd/AFP

Hár­greiðsla söng­kon­unn­ar JoJo Siwa vakti mikla at­hygli á rauða dregl­in­um á iHeart Radio-tón­list­ar­verðlaun­un­um sem hald­in voru í Hollywood. Það tók í kring­um fjór­ar klukku­stund­ir að ljúka við greiðslu og förðun Siwa.

Hár­greiðsla söng­kon­unn­ar JoJo Siwa vakti mikla at­hygli á rauða dregl­in­um á iHeart Radio-tón­list­ar­verðlaun­un­um sem hald­in voru í Hollywood. Það tók í kring­um fjór­ar klukku­stund­ir að ljúka við greiðslu og förðun Siwa.

Marg­ir net­verj­ar hafa líkt greiðslunni við þá sem Cin­dy Lou Who, karakt­er úr jóla­mynd­inni sí­vin­sælu How the Grinch Stole Christ­mas, var með.

Hár­greiðsla Siwa stóð beint upp í loft, en hárið var vafið í hring með auka­hlut­um og skreytt­um gim­stein­um. Förðunin var í svipuðum anda og hárið. Yfir aug­un var hún með gim­steina­skreytta grímu og bleik­an kinna­lit. 

Föt­in henn­ar voru í sömu litap­all­ettu og greiðslan en hún klædd­ist gallajakka við galla­bux­ur. Það sást vel í und­ir­föt­in sem voru ljós­bleik frá ít­alska tísku­hús­inu Versace.

Það hef­ur ekki verið þægi­legt að sitja fyr­ir aft­an Siwa á hátíðinni.

View this post on In­sta­gram

A post shared by JoJo Siwa (@it­sjojos­iwa)

 

mbl.is