Sögð hafa hagað sér eins og díva

Poppkúltúr | 18. mars 2025

Sögð hafa hagað sér eins og díva

Bandaríska stórsöngkonan Mariah Carey hlaut heiðursverðlaun (e. Icon Award) fyrir framlag sitt til tónlistar á iHeart Radio Music-verðlaunahátíðinni í Los Angeles á mánudagskvöldið.

Sögð hafa hagað sér eins og díva

Poppkúltúr | 18. mars 2025

Mariah Carey tók við heiðursverðlaununum við mikinn fögnuð viðstaddra.
Mariah Carey tók við heiðursverðlaununum við mikinn fögnuð viðstaddra. AFP/Monica Schipper

Banda­ríska stór­söng­kon­an Mariah Carey hlaut heiður­sverðlaun (e. Icon Aw­ard) fyr­ir fram­lag sitt til tón­list­ar á iHeart Radio Music-verðlauna­hátíðinni í Los Ang­eles á mánu­dags­kvöldið.

Banda­ríska stór­söng­kon­an Mariah Carey hlaut heiður­sverðlaun (e. Icon Aw­ard) fyr­ir fram­lag sitt til tón­list­ar á iHeart Radio Music-verðlauna­hátíðinni í Los Ang­eles á mánu­dags­kvöldið.

Söng­kon­an, sem fagn­ar 56 ára af­mæli sínu í næstu viku, mætti á hátíðina ásamt kær­asta sín­um, hinum 39 ára gamla rapp­ara And­er­son Paak, og fylgd­ist með skemmti­atriðum og sér­stök­um flutn­ingi Muni Long og Tori Kelly sem fengn­ar voru til að flytja nokk­ur af þekkt­ustu lög­um Carey áður en söng­kon­an steig á svið til að taka á móti verðlaun­un­um.

Mariah Carey ásamt LL Cool J.
Mariah Carey ásamt LL Cool J. AFP/​Monica Schipp­er

Setti upp vanþókn­un­ar­svip

Carey, sem hef­ur löng­um verið þekkt fyr­ir að vera mik­il díva, virt­ist lítt hrif­in af flutn­ingi Long á lagi henn­ar We Belong Toget­her ef marka má mynd­skeið sem náðist af Carey að hlýða á söng Long úr sæti sínu í Dol­by-kvik­mynda­hús­inu.

Muni Long flutti lagið We Belong Together.
Muni Long flutti lagið We Belong Toget­her. AFP/​Monica Schipp­er

Í mynd­skeiðinu má sjá Carey setja upp vanþókn­un­ar­svip, snúa höfði sínu og glotta.

Mynd­skeiðið hef­ur farið eins og eld­ur í sinu um heims­byggðina síðasta sól­ar­hring­inn og hafa fjöl­marg­ir deilt því og ritað at­huga­semd­ir.

„Mariah Carey er ekki hrif­in af þessu og er alls ekki að reyna að fela það,“ skrifaði einn aðdá­andi söng­kon­unn­ar á sam­fé­lags­miðlasíðunni X, áður þekkt sem Twitter.

Tori Kelly flutti lagið Always Be My Baby.
Tori Kelly flutti lagið Always Be My Baby. AFP/​Monica Schipp­er

Minnt­ist ekki á flutn­ing­inn

Það var rapp­ar­inn LL Cool J sem veitti Carey heiður­sverðlaun­in við mik­inn fögnuð viðstaddra.

Í þakk­arræðu sinni minnt­ist hún ekki einu orði á tón­listar­flutn­ing þeirra Long og Kelly. 

Carey þakkaði móður sinni heit­inni, Pat­riciu Carey, fyr­ir óbilandi stuðning í gegn­um árin og tón­list­ar­gjöf­ina.

„Á þess­um degi heil­ags Pat­reks vil ég heiðra móður mína Pat­riciu Carey fyr­ir að gefa mér tón­list­ar­gjöf­ina í vöggu­gjöf.“ 




mbl.is