Fylgjendur hertogaynjunnar af Sussex, Meghan Markle, eru handvissir um að myndband af henni í vöfflubakstri með börnunum sínum hafi verið hrein og bein uppgerð.
Fylgjendur hertogaynjunnar af Sussex, Meghan Markle, eru handvissir um að myndband af henni í vöfflubakstri með börnunum sínum hafi verið hrein og bein uppgerð.
Fylgjendur hertogaynjunnar af Sussex, Meghan Markle, eru handvissir um að myndband af henni í vöfflubakstri með börnunum sínum hafi verið hrein og bein uppgerð.
Markle birti myndband af sér á Instagram-sögu sinni á mánudag þar sem hún þeytti deig í skál og hellti á vöfflujárnið. Hún birti einnig mynd af vöfflunni tilbúinni með rjóma, bláberjum og kíví ofan á.
Glöggir fylgjendur tóku hins vegar eftir því að munstrið á vöfflunni sem hún framreiddi fyrir börnin sín, Archie prins, fimm ára, og Lilibet prinsessu, þriggja ára, var ekki það sama og munstrið á vöfflujárninu.
Samkvæmt vefmiðlinum Page Six á Markle að hafa notað tvær gerðir járna fyrir vöfflubaksturinn, eina fyrir börnin og hina fyrir sig sjálfa, en netverjar eru ekki par sáttir við „sýndarmennskuna“.
„Stanslaus árátta Meghan Markle til að ljúga um allt er ansi ruglingsleg, og að hún geri það jafnvel yfir einhverju jafn léttvægu og vöfflu.“ Sá sem skrifaði þessi orð var einnig viss um að Markle hefði keypt vöfflurnar fyrir börnin tilbúnar úti í búð.
„Hún bakaði þær ekki fyrir börnin sín heldur notaði þessar frosnu vöfflur,“ skrifaði annar.
Þá hljóðaði ein athugasemdin svona: „Hún er gangandi svindl.“
Staðið hefur styr í kringum hertogaynjuna um langa hríð en kannski sjaldan eins mikið og núna, eftir að hún stofnaði lífstílsvörumerkið As Ever og gerði lífsstílsþættina With Love, Meghan fyrir Netflix.