Jón Gnarr vill parruk en Jónína á móti gallabuxum

Spursmál | 19. mars 2025

Jón Gnarr vill parruk en Jónína á móti gallabuxum

Jónína Björk Óskarsdóttir, aldursforseti Alþingis segir ekkert nema sjálfsagt að fólk sé skikkanlegt til fara í þingsal. Hún vill að karlmenn gangi með hálstau.

Jón Gnarr vill parruk en Jónína á móti gallabuxum

Spursmál | 19. mars 2025

Jónína Björk Óskarsdóttir, aldursforseti Alþingis segir ekkert nema sjálfsagt að fólk sé skikkanlegt til fara í þingsal. Hún vill að karlmenn gangi með hálstau.

Jónína Björk Óskarsdóttir, aldursforseti Alþingis segir ekkert nema sjálfsagt að fólk sé skikkanlegt til fara í þingsal. Hún vill að karlmenn gangi með hálstau.

Þetta kemur fram í viðtali við hana og Ingvar Þóroddsson, yngsta alþingismanninn, á vettvangi Spursmála.

Parruk eða lausahár

Þar er rætt um klæðaburð alþingismanna og meðal annars er komið inn á þá skemmtilegu hugmynd Jóns Gnarr að þingmenn verði skikkaðir til þess að klæðast hárkollum eða parruki auk skikkja.

Nokkur umræða hefur spunnist um klæðaburð þingmanna að undanförnu, ekki síst eftir að sú athugasemd var gerð við fyrrnefndan Jón að hann skyldi ekki klæðast gallabuxum í þingsal.

Ekki sama Jón og sr. Jón

Nefnir Jónína að aðrir hafi komist upp með að klæðast einmitt gallabuxum í þingsal án þess að hafa hlotið vítur fyrir.

Þrátt fyrir þetta má fullyrða að klæðaburður í þingsal hafi batnað talsvert að undanförnu, ekki síst eftir að Píratar duttu út af þingi. Einn fulltrúi þeirra, Björn Leví Gunnarsson, stundaði það að spígspora um þingsal á sokkaleistunum, eins og að ekkert væri sjálfsagðara.

Nefnir Ingvar að fleiri umgengnisreglur séu til staðar í þinginu. Þannig megi ekki drekka kaffi í þingsal. Virðist það reyna nokkuð á koffeinþol þingmannsins sem fyrir vikið situr talsvert í hliðarsölum meðan hann hlýðir á kollega sína flytja mergjaðar ræður um flest það sem fyrirfinnst undir sólinni.

Viðtalið við Jónínu og Ingvar má sjá og heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:

mbl.is