Mikið var um dýrðir á Food and Fun-matarhátíðinni sem fram fór á dögunum, þar sem 17 veitingastaðir á höfuðborgarsvæðinu buðu upp á eftirsóknarverðan matseðil samsettum af frábærum erlendum gestakokkum hvers veitingastaðar.
Mikið var um dýrðir á Food and Fun-matarhátíðinni sem fram fór á dögunum, þar sem 17 veitingastaðir á höfuðborgarsvæðinu buðu upp á eftirsóknarverðan matseðil samsettum af frábærum erlendum gestakokkum hvers veitingastaðar.
Mikið var um dýrðir á Food and Fun-matarhátíðinni sem fram fór á dögunum, þar sem 17 veitingastaðir á höfuðborgarsvæðinu buðu upp á eftirsóknarverðan matseðil samsettum af frábærum erlendum gestakokkum hvers veitingastaðar.
Ég var svo lánsöm ásamt mörgum öðrum að vera þátttakandi í einstakri matarupplifun sem bar yfirskriftina TIDES COUNTER, á veitingastaðnum Tides, sem staðsettur er á The Reykjavík EDITION hótelinu við höfnina í hjarta miðborgarinnar þar sem gestakokkurinn Lateisha Wilson lét ástríðuna ráða för í matargerðinni.
Matseld og matreiðsla, eins einfalt og það kann að hljóma, er gert úr ýmsum bragðtegundum sem blandast saman. Einfaldur réttur getur því orðið algjört meistaraverk ef það er gert af ástríðu og það var einmitt mín upplifun á þessu kvöldi.
Fólk spyr mig stundum hvers vegna elskarðu fínan mat? Svarið mitt er fremur einfalt, vegna þess að það er meira en bara maturinn. Það er líka upplifun en ekki bara máltíðin sjálf þegar farið er á veitingastaði sem leggja allan sinn metnað í að nostra við matargesti og þegar kokkarnir leggja alla ástríðu sína í matseldina.
Lateisha er drifin áfram af ástríðu fyrir mat, ferðalögum og nýjum upplifunum. Á Food & Fun blandaði hún saman alþjóðlegum áhrifum við íslenskt hráefni á einstakan hátt.
Áherslan var rómönsk matargerð sem minnti mann líka á karabíska og suðræna matargerð þar sem bragð, áferð og framsetning spilaði stórt hlutverk.
Þegar tekið var á móti okkur á TIDES var okkur fyrst boðið upp á þakbarinn sem ber enska heitið ROOF TOP þar sem matarupplifunin hófst með frumlegum kokteil með ætisblómum og tveimur bragðsterkum og spennandi réttum, annars vegar risarækjum með bönunum og hins vegar djúpsteiktum þorsk sem var borinn fram á nýstárlegan hátt.
Síðan lá leiðin niður á veitingastaðinn TIDES þar sem við fengum sæti við „chef table“ og höfðum yfirsýn yfir allt sem var að gerast í eldhúsinu. Þá hófst matarveislan fyrir alvöru.
Wilson ásamt kokkateyminu, Angeline Kwanda og Viet Ha, á TIDES töfruðu fram girnilegum og áhugaverðum réttum áreynslulaust og af ástríðu.
Fyrsti rétturinn var íslenski garðurinn, frumlegur og litríkur réttur sem gaman var að gæða sér á. Í garðinum voru gulrætur, tómatar, radísur og salat, svo fátt sé nefnt.
Síðan var boðið upp á réttinn Lamb & Foie, dumplings með lambakjöti og foie gras með goji, chili og balsamic dressingu.
Þriðji rétturinn var Octopus, kolkrabbi, borinn fram með reyktu og bragðmiklu paprikukremi.
Fjórði rétturinn var skemmtilega framsett kjúklingarúlla með pistasíum og hörpudisk.
Fimmti rétturinn var galloway Tomahawk með kimchi og soðsósu sem bráðnaði í munni. Steikin var meyr og bragðgóð og kimchi færði upplifunina upp á annað stig.
Sjötti rétturinn var í raun fyrsti eftirrétturinn og bar heitið Hearts Palm, þar voru íslenskir tómatar, kókoshnetur og avókadó í aðalhlutverki.
Sjöundi rétturinn var Milk Pudding eða mjólkurbúðingur sem framreiddur var á einstakan hátt og gerður fyrir framan gestina. Alveg ný bragðupplifun og engin lík.
Áttundi rétturinn, Fritters, voru djúpsteiktar bollur bornar fram með súkkulaði og vanilluís. Syndsamlega góður eftirréttur.
Níundi og síðasti rétturinn, Petit Four, var ævintýralegur í alla staði, framsetning litrík og falleg. Fjórir misætir bitar sem fönguðu bæði augu og munn.
Þetta var sannkölluð list að njóta og fagmennskan var í fyrirrúmi alls staðar. Þegar maður fær að sjá kokkana að störfum í eldhúsinu þá sér maður hvernig faglegt eldhús virkar og vinnur saman sem teymi og hversu mikið matur getur snert hjartað, jafnvel kokka sem hafa unnið við fagið allt sitt líf. Matreiðsla og matargerð er list, líkt og tónlist, bókmenntir og málverk eða önnur sköpunarlist.
Gaman var líka að sjá diskana sem réttirnir voru bornir fram á og þar mátti sjá hönnun Guðbjargar Káradóttur hjá KER þar sem diskarnir eru hannaðir fyrir það sem á þá fer. Þarna fékk ég listina beint í æð.
Hæfileikar og þekking gestakokksins skein í gegn og falleg framkoma hennar var aðlaðandi í alla staði og hlýleg nærvera. Wilson starfar á Miami Beach EDITION hótelinu í hlutverki Chef de Cuisine og hefur umsjón með matreiðslurekstri Matador Room Restaurant og Matador Bar sem er á fyrrgreindu hóteli. Lateisha starfaði áður hjá samstarfsaðila hótelsins, michelin-stjörnu matreiðslumanninum Jean-Georges Vongerichten í New York-borg á Abc cocina sem er rómansk-amerískur veitingastaður.
Þar áður vann hún sem yfirmatreiðslumaður í Dekalb Market Hall í Brooklyn, NY, sem er stærsta mathöll í öllu Brooklyn. DeKalb markaðshöllin er dæmi um ys og þys og lifandi gatnamót menningar, matargerðar og samfélags í hjarta miðbæjar Brooklyn. DeKalb er staður fyrir matgæðinga þar sem bragðskyn og bragðlaukar mætast á staðbundnum veitingastöðum sem og fjölþjóðlegum stöðum sem endurspegla hin ýmsu þjóðerni New York-borgar.