Loftárásum Rússa linnir ekki og algjört vopnahlé virðist sem tálsýn ein

Úkraína | 19. mars 2025

Loftárásum Rússa linnir ekki og algjört vopnahlé virðist sem tálsýn ein

Fjórtán létust, þar af þrjú börn, þegar skotflaug Rússa hæfði íbúðablokk í borginni Poltava í Úkraínu að morgni laugardagsins 1. febrúar.

Loftárásum Rússa linnir ekki og algjört vopnahlé virðist sem tálsýn ein

Úkraína | 19. mars 2025

Tetjana Bardína aðstoðarborgarstjóri Poltava.
Tetjana Bardína aðstoðarborgarstjóri Poltava. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjórtán létust, þar af þrjú börn, þegar skotflaug Rússa hæfði íbúðablokk í borginni Poltava í Úkraínu að morgni laugardagsins 1. febrúar.

Fjórtán létust, þar af þrjú börn, þegar skotflaug Rússa hæfði íbúðablokk í borginni Poltava í Úkraínu að morgni laugardagsins 1. febrúar.

Tetjana Bardína aðstoðarborgarstjóri Poltava segir loftárásum Rússa á borgina hafa fjölgað stórlega á þessu ári miðað við þau ár sem liðin eru frá innrás rússneska hersins.

Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins eru í Kænugarði. Um miðnætti að staðartíma í gærkvöldi tók að bera þar mjög á átökum úkraínskra loftvarna við rússneska árásardróna, sem þangað hafði verið stýrt til að sækja að miðborginni.

Fyrr um daginn höfðu Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti ræðst við í síma, þar sem sá síðarnefndi svo gott sem útilokaði vopnahlé eða frið af hálfu Rússa, ef mið er tekið af þeim skilyrðum sem gefin voru út í yfirlýsingu Kremlar að loknu símtali leiðtoganna. Loftárásir Rússa stóðu enn yfir þegar blaðið fór í prentun seint í gærkvöldi.

mbl.is