Mætti til Reykjavíkur til að funda með ráðherra

Varnarmál Íslands | 19. mars 2025

Mætti til Reykjavíkur til að funda með ráðherra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra átti fund með Hans Leijtens, framkvæmdastjóra Landamæra- og strandgæslustofnunar Evrópu (Frontex). Framkvæmdastjórinn mætti til Reykjavíkur til að eiga samtal við dómsmálaráðherra og starfsfólk Ríkislögreglustjóra.

Mætti til Reykjavíkur til að funda með ráðherra

Varnarmál Íslands | 19. mars 2025

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra ásamt Hans Leijtens framkvæmdastjóra Landamæra- og …
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra ásamt Hans Leijtens framkvæmdastjóra Landamæra- og strandgæslustofnunar Evrópu (Frontex). Ljósmynd/Stjórnarráðið

Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir dóms­málaráðherra átti fund með Hans Leijtens, fram­kvæmda­stjóra Landa­mæra- og strand­gæslu­stofn­un­ar Evr­ópu (Frontex). Fram­kvæmda­stjór­inn mætti til Reykja­vík­ur til að eiga sam­tal við dóms­málaráðherra og starfs­fólk Rík­is­lög­reglu­stjóra.

Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir dóms­málaráðherra átti fund með Hans Leijtens, fram­kvæmda­stjóra Landa­mæra- og strand­gæslu­stofn­un­ar Evr­ópu (Frontex). Fram­kvæmda­stjór­inn mætti til Reykja­vík­ur til að eiga sam­tal við dóms­málaráðherra og starfs­fólk Rík­is­lög­reglu­stjóra.

Heim­sókn­inni er fyrst og fremst ætlað að stuðla að frek­ari umræðu um mál­efni landa­mæra á Íslandi, að því er seg­ir í til­kynn­ingu á vef ráðuneyt­is­ins. 

Eru ekki óvin­ir

„Frontex hef­ur reynst Íslandi mik­il­vægt í sam­starfi á landa­mær­un­um. Evr­ópa hef­ur á und­an­förn­um árum unnið að því að styrkja ytri landa­mæri sín og Ísland get­ur ekki verið und­an­skilið, enda aðili að Schengen. Evr­ópu­sam­bandið er um margt á und­an okk­ur og því nauðsyn­legt að eiga í traustu sam­starfi við Frontex áfram,“ er haft eft­ir dóms­málaráðherra í til­kynn­ing­unni.

„Jafn­framt fannst mér gott að að heyra viðhorf Frontex til þess­ara mála: fólk sem leit­ar hingað eru ekki óvin­ir. Hins veg­ar eru mörk á því hversu mörg­um við get­um tekið við og hverj­ir mega vera hérna. Þær regl­ur ber að virða.“

20 ára af­mæli

Þá kem­ur fram að um þess­ar mund­ir fagni stofn­un­in 20 ára af­mæli. Auk þess séu 40 ár frá und­ir­rit­un Schengen-samn­ings­ins og fimm ár frá stofn­un stöðuliðs Frontex (e. stand­ing corps).

„Frontex gegn­ir sam­hæf­ing­ar­hlut­verki á ytri landa­mær­um Evr­ópu. Í því felst að aðstoða rík­in við landa­mæra­vörslu og auka getu þeirra til að bregðast við ógn­um og álagi. Meðal hlut­verka þess er að afla gagna sem nýt­ast í svo­kallaðri áhættu­grein­ingu (e. risk ana­lys­is), sem veit­ir lög­gæsluaðilum stöðumynd af helstu ógn­um sem bregðast þarf við á landa­mær­un­um og nýt­ist til að draga úr nei­kvæðum af­leiðing­um þeirra.

Frontex hef­ur einnig um­sjón með fyrr­nefndu stöðuliði sem aðstoðar við landa­mæra­vörslu. Um tvö þúsund manns frá Schengen-aðild­ar­ríkj­um starfa í stöðuliðinu. Stærsta fram­lag Íslands til stöðuliðsins hef­ur verið fram­lag Land­helg­is­gæsl­unn­ar, sem hef­ur frá ár­inu 2010 lagt til bæði skip og eft­ir­lits­flug­vél, ásamt áhöfn, í sam­eig­in­leg verk­efni á veg­um Frontex. Stofn­un­in hef­ur ekki síst verið mik­il­væg­ur sam­starfsaðili í fram­kvæmd fylgda og heim­ferða (e. rep­at­riati­on and ret­urn) hér á landi. Frontex hef­ur lagt áherslu á sam­vinnu ríkja í brott­flutn­ing­um og aukið við sam­eig­in­leg­an brott­flutn­ing tveggja eða fleiri ríkja, með til­heyr­andi hagræðingu og tímasparnaði,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Íslensk­ir landa­mæra­verðir sinna skamm­tíma­verk­efn­um

Þá seg­ir að frá ár­inu 2023 hafi Ísland lagt til einn starfs­mann í lang­tíma­verk­efni, a.m.k. í tvö ár. Þó hafi sam­kvæmt sér­stöku sam­komu­lagi við Frontex meg­in­fram­lag Íslands verið í skamm­tíma­verk­efni, sem séu allt að 4 mánuðir, áhafn­ar Land­helg­is­gæsl­unn­ar á eft­ir­lits­flug­vél­inni TF-SIF. Auk þess hafi lög­reglu­menn og landa­mæra­verðir á und­an­förn­um árum sinnt skamm­tíma­verk­efn­um.

Haustið 2024 sendi Ísland í fyrsta skipti landa­mæra­vörð í verk­efni á veg­um stöðuliðsins. Vegna tækniþró­un­ar við landa­mæra­gæslu hef­ur Frontex nú minni þörf fyr­ir eft­ir­lits­flug­vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar TF-SIF en áður. Því má gera ráð fyr­ir að á tíma­bil­inu 2026-2030 muni fram­lag Íslands fyrst og fremst vera landa­mæra­verðir sem sinna skamm­tíma­verk­efn­um fyr­ir Frontex.

mbl.is