„Hljóðin frá loftvarnakerfum og sprengingum óma um borgina. Hið illa suð frá rússneskum drónum, sem Íranir útvega, fyllir loftið með ógnvekjandi hljóði. Leitarljós skanna himininn. Óraunverulegt, en samt mjög raunverulegt.“
„Hljóðin frá loftvarnakerfum og sprengingum óma um borgina. Hið illa suð frá rússneskum drónum, sem Íranir útvega, fyllir loftið með ógnvekjandi hljóði. Leitarljós skanna himininn. Óraunverulegt, en samt mjög raunverulegt.“
„Hljóðin frá loftvarnakerfum og sprengingum óma um borgina. Hið illa suð frá rússneskum drónum, sem Íranir útvega, fyllir loftið með ógnvekjandi hljóði. Leitarljós skanna himininn. Óraunverulegt, en samt mjög raunverulegt.“
Svo hljóðar færsla Friðriks Jónssonar, sendiherra Íslands í Póllandi og gagnvart Úkraínu, um árásirnar á Kænugarð í nótt.
Skömmu eftir að símtali Rússlandsforseta og Bandaríkjaforseta lauk í gær, þar sem vopnahlé og varanlegur friður í Evrópu var til umræðu, hófu Rússar umfangsmiklar loftárásir á mörg héruð Úkraínu.
Gerðu Rússar einnig atlögu að miðborg Kænugarðs. Þar er forsetahöll Úkraínu og fjöldi annarra opinberra bygginga, en einnig hópur íslenskra blaðamanna á hóteli.
Hér fyrir neðan má sjá myndskeið sem Eggert Jóhannesson, ljósmyndari mbl.is, tók. Mælt er með að hlýtt sé á og horft til enda.
Drónarnir hæfðu borgir í Donetsk-héraði. Þá voru drónar einnig á sveimi yfir héruðunum Tjérnihív, Karkív, Kíróvohrad, Dníprópetrovsk, Sjeraskí, Súmí og einnig Poltava, hvar íslenski blaðamannahópurinn var í heimsókn í gær.
Í Súmí-héraðinu hæfðu drónarnir spítala.
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segir loftárásir Rússa á Úkraínu í nótt sýna nauðsyn þess að alþjóðasamfélagið haldi áfram að beita þá refsiaðgerðum.
„Þrýstingurinn á Rússa verður að halda áfram svo friður geti náðst,“ ritar forsetinn í færslu á Facebook.
„Í dag hafnaði [Vladimír] Pútín tillögu um algert vopnahlé. Heimurinn ætti að bregðast við með því að hafna öllum tilraunum Pútíns um að framlengja þetta stríð.“