Spyr hvort ekki þurfi að fara fram rannsókn

Spyr hvort ekki þurfi að fara fram rannsókn

Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, spurði á þingi í dag hvort ekki þyrfti að fara fram ítarleg rannsókn eða stjórnsýsluúttekt á því ófremdarástandi sem hefði lengi ríkt í málefnum barna með margvíslegan vanda á Íslandi. Gagnrýndi hann aðgerðaleysi fyrri ríkisstjórnar og fór hörðum orðum um þróun mála frá árinu 2017.

Spyr hvort ekki þurfi að fara fram rannsókn

Neyðarástand í málefnum barna | 19. mars 2025

Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar.
Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar. mbl.is/Karítas

Jón Gn­arr, þingmaður Viðreisn­ar, spurði á þingi í dag hvort ekki þyrfti að fara fram ít­ar­leg rann­sókn eða stjórn­sýslu­út­tekt á því ófremd­ar­ástandi sem hefði lengi ríkt í mál­efn­um barna með marg­vís­leg­an vanda á Íslandi. Gagn­rýndi hann aðgerðal­eysi fyrri rík­is­stjórn­ar og fór hörðum orðum um þróun mála frá ár­inu 2017.

Jón Gn­arr, þingmaður Viðreisn­ar, spurði á þingi í dag hvort ekki þyrfti að fara fram ít­ar­leg rann­sókn eða stjórn­sýslu­út­tekt á því ófremd­ar­ástandi sem hefði lengi ríkt í mál­efn­um barna með marg­vís­leg­an vanda á Íslandi. Gagn­rýndi hann aðgerðal­eysi fyrri rík­is­stjórn­ar og fór hörðum orðum um þróun mála frá ár­inu 2017.

Sagði Jón að mála­flokk­ur­inn væri orðinn svo flók­inn og þvælu­kennd­ur að það væri þraut­inni þyngra að setja sig inn í hann.

„Frá 2017 hef­ur fjöl­mörg­um úrræðum fyr­ir börn verið lokað og ekk­ert sem tek­ur við nema ein­hverj­ar furðuleg­ar fjöl­miðla­uppá­kom­ur þar sem ráðherra og emb­ætt­is­menn vígja og opna jafn­vel ný úrræði fyr­ir börn sem síðan svo taka aldrei til starfa. Gunn­ars­holt á Rangár­völl­um, Ham­arskot í Flóa­hreppi, Blöndu­hlíð í Mos­fells­bæ, sem opnað var bara fjór­um dög­um fyr­ir kosn­ing­ar, að ógleymdu hús í Garðabæ sem átti að rísa 2018,“ sagði Jón þegar hann taldi upp þær breyt­ing­ar sem hafa verið í gangi síðustu ár.

Sagði hann jafn­framt að mjög erfitt hafi verið að fá upp­lýs­ing­ar um stöðu mála­flokks­ins og að bent væri á hvern ann­an. Hafa Morg­un­blaðið og mbl.is fjallað ít­ar­lega um þessa stöðu og ósam­ræmi í svör­um milli ráðuneyta, líkt og farið er yfir í meðfylgj­andi frétta­skýr­ingu og fjölda frétta þar á und­an.

„Mis­vís­andi upp­lýs­ing­ar og inn­an­tóm lof­orð“

„For­eldr­ar og aðstand­end­ur fá mis­vís­andi upp­lýs­ing­ar og inn­an­tóm lof­orð um hjálp fyr­ir börn­in sín sem svo aldrei kem­ur. Stuðlar eru óstarf­hæf­ir, hús­næðið úr sér gengið og álag þar er óá­sætt­an­legt. Umboðsmaður barna hef­ur lýst yfir neyðarástandi reglu­lega frá ár­inu 2018,“ sagði Jón enn frem­ur áður en hann rifjaði upp tvo hörm­ung­arat­b­urði á síðustu mánuðum.

Ann­ars veg­ar nefndi hann að 16 ára dreng­ur hafi ráðist á fimm ung­menni og myrt 17 ára stúlku á Menn­ing­arnótt. Hins veg­ar að 17 ára dreng­ur hafi látið lífið í elds­voða á Stuðlum í októ­ber.

Vill rann­sókn til að fyr­ir­byggja harm­leiki

„Það er til reglu­gerð um afplán­un sak­hæfra barna frá 2015. Sam­kvæmt henni skulu börn afplána á veg­um barna­vernd­ar­yf­ir­valda en ekki í fang­elsi. Ekk­ert slíkt úrræði er til,“ sagði Jón og bætti því við að rík­is­stjórn­in væri nú að reyna að vinda ofan af þessu og móta aðgerðir sem yrðu kynnt­ar fljót­lega.

„En eft­ir að hafa rætt við fjölda fólks, nú­ver­andi og fyrr­ver­andi starfs­fólk, í þjón­ustu við börn hjá hinum ýmsu stofn­un­um, átt fundi með for­eldr­um, kynnt mér skýrsl­ur, lesið grein­ar í fjöl­miðlum og þá spyr ég mig hvort ekki þurfi að fara fram ít­ar­leg rann­sókn á þessu öm­ur­lega ferli öllu sam­an. Stjórn­sýslu­út­tekt með það að mark­miði að út­skýra hvað fór úr­skeiðis, hver beri ábyrgðina og svo í fram­hald­inu inn­leiða end­ur­bæt­ur og end­ur­skipu­lag á þess­um mik­il­væga mála­flokki til að fyr­ir­byggja að svona harm­leik­ur geti aldrei end­ur­tekið sig aft­ur,“ sagði hann að lok­um.

mbl.is