White Chicks-leikkona missti forræði yfir sonum sínum

Poppkúltúr | 19. mars 2025

White Chicks-leikkona missti forræði yfir sonum sínum

Bandaríska leikkonan Jaime King, sem er best þekkt fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum White Chicks og Sin City og þáttaröðinni Hart of Dixie, hefur misst forræði yfir börnum sínum, tveimur ungum drengjum, 9 og 11 ára.

White Chicks-leikkona missti forræði yfir sonum sínum

Poppkúltúr | 19. mars 2025

Jaime King.
Jaime King. Samsett mynd

Banda­ríska leik­kon­an Jaime King, sem er best þekkt fyr­ir hlut­verk sín í kvik­mynd­un­um White Chicks og Sin City og þáttaröðinni Hart of Dix­ie, hef­ur misst for­ræði yfir börn­um sín­um, tveim­ur ung­um drengj­um, 9 og 11 ára.

Banda­ríska leik­kon­an Jaime King, sem er best þekkt fyr­ir hlut­verk sín í kvik­mynd­un­um White Chicks og Sin City og þáttaröðinni Hart of Dix­ie, hef­ur misst for­ræði yfir börn­um sín­um, tveim­ur ung­um drengj­um, 9 og 11 ára.

Megin­á­stæða þess er að leik­kon­an, sem hef­ur glímt við áfeng­is- og vímu­efna­vanda, lauk ekki sex mánaða fíkni­meðferð sem hún var dæmd til að ljúka á síðasta ári.

Fyrr­ver­andi eig­inmaður King, kvik­mynda­gerðarmaður­inn Kyle Newm­an, fékk fullt for­ræði yfir son­um þeirra eft­ir að hafa staðið í harðvítugri for­ræðis­deilu við King síðustu ár.

Dreng­irn­ir munu búa hjá föður sín­um en King var veitt­ur heim­sókn­ar­rétt­ur.

Leik­kon­an fær að hitta syni sína þris­var í viku í skamm­an tíma í senn, en all­ar heim­sókn­ir munu fara fram und­ir sér­stöku eft­ir­liti.

Newm­an sakaði King um að hafa neytt áfeng­is og fíkni­efna þegar hún var ólétt af yngri syni þeirra þegar hann sótti um skilnað frá leik­kon­unni og for­ræði yfir börn­um þeirra árið 2020.

mbl.is