Landsþing Sambands Íslenskra sveitarfélaga samþykkti ályktun með öruggum meirihluta að ríki og borg þyrftu að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. Borgarfulltrúi Pírata sagði að verið væri að vopnvæða staðsetningu Landspítalans.
Landsþing Sambands Íslenskra sveitarfélaga samþykkti ályktun með öruggum meirihluta að ríki og borg þyrftu að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. Borgarfulltrúi Pírata sagði að verið væri að vopnvæða staðsetningu Landspítalans.
Landsþing Sambands Íslenskra sveitarfélaga samþykkti ályktun með öruggum meirihluta að ríki og borg þyrftu að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. Borgarfulltrúi Pírata sagði að verið væri að vopnvæða staðsetningu Landspítalans.
12 bæjarstjórar lögðu fram tillögu um rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar þar sem er kveðið á um það að hvorki verði þétt meira í nágrenni flugvallarins né á öryggissvæði hans umfram það sem þegar hefur verið gert.
„Landsþing Sambands Íslenskra sveitarfélaga leggur ríka áherslu á mikilvægi Reykjavíkurflugvallar fyrir flugsamgöngur landsmanna, sérstaklega í ljósi hlutverks hans í sjúkraflugi og öryggi fólks sem þarf á bráðri heilbrigðisþjónustu að halda,” segir meðal annars í ályktuninni.
Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, sagði að verið væri að vopnvæða staðsetningu Landspítalans til þess að halda staðsetningu flugvallarins.
Sagði hún að tillagan gripi inn í skipulagsvald Reykjavíkurborgar sem fæli í sér trúnaðarbrest á milli Reykjavíkur og sambandsins.
Fram kom önnur tillaga sem sumir borgarfulltrúar meirihlutans í Reykjavík studdu frekar en hún var felld. Í henni var ekki kveðið á um að ekki mætti þétta meira í návígi við flugvöllinn.
„Ég ætla taka það fram að auðvitað á flug að vera í lagi til Reykjavíkur, við erum ekkert á móti því. Hins vegar finnst mér það ósanngjarnt að staðsetning sjúkrahússins sé vopnvædd í þessu samhengi. Að það sé byggt upp eina alvöru sjúkrahús landsins þarna og þar með sé það orðið á ábyrgð Reykvíkinga að viðhalda góðri tengingu við alla alvöru sjúkrahúsþjónustu á öllu landinu með staðsetningu flugvallarins. Auðvitað eigum við bara að krefjast þess að það séu góð sjúkrahús víðar á landinu. Er það ekki eðlilegri krafa í þessu samhengi,“ sagði Alexandra og þá fór fólk að kalla fram í og sumir hlógu.
Ályktunin sem var samþykkt afgerandi kvað á um það að ekki yrði þétt meira í nágrenni flugvallarins fyrr en raunhæf og skýr lausn um nýjan flugvöll væri komin í notkun.
„Landsþing Sambands Íslenskra sveitarfélaga hvetur ríkis- og borgaryfirvöld til að tryggja rekstrarskilyrði Reykjavíkurflugvallar með þeim hætti að flugöryggi sé ekki ógnað. Það felur í sér að hvorki verði þétt meira í nágrenni flugvallarins né á öryggissvæði hans umfram það sem þegar hefur verið gert, hvorki með mannvirkjum né gróðri, fyrr en raunhæf og skýr lausn um nýjan flugvöll sem uppfylli skilyrði til sjúkraflugs í tengslum við Landspítalann er komin í notkun,“ segir í ályktuninni sem var samþykkt.