Inga: „Flokkur fólksins segir nei“

Alþingi | 20. mars 2025

Inga: „Flokkur fólksins segir nei“

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir að Flokkur fólksins sé alfarið á móti inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Hún segir jafnframt að það virðist aftur á móti gæta einhvers skringilegs misskilnings þegar verið sé að tala um þjóðaratkvæðagreiðslu.

Inga: „Flokkur fólksins segir nei“

Alþingi | 20. mars 2025

Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins, ræddi Evrópumál við Ingu Sæland, félags- …
Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins, ræddi Evrópumál við Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í dag. Samsett mynd/mbl.is/Karítas/AFP/Eyþór

Inga Sæ­land, fé­lags- og hús­næðismálaráðherra, seg­ir að Flokk­ur fólks­ins sé al­farið á móti inn­göngu Íslands í Evr­ópu­sam­bandið. Hún seg­ir jafn­framt að það virðist aft­ur á móti gæta ein­hvers skringi­legs mis­skiln­ings þegar verið sé að tala um þjóðar­at­kvæðagreiðslu.

Inga Sæ­land, fé­lags- og hús­næðismálaráðherra, seg­ir að Flokk­ur fólks­ins sé al­farið á móti inn­göngu Íslands í Evr­ópu­sam­bandið. Hún seg­ir jafn­framt að það virðist aft­ur á móti gæta ein­hvers skringi­legs mis­skiln­ings þegar verið sé að tala um þjóðar­at­kvæðagreiðslu.

Þetta kom fram í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í dag þar sem Ingi­björg Isak­sen, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, ræddi um þjóðar­at­kvæðagreiðsla um inn­göngu Íslands í Evr­ópu­sam­bandið.

Stærsta ut­an­rík­is­ákvörðunin

Hún benti í ræðu sinni að sam­bandið hefði veikst á mörg­um sviðum og ekki sýnt þann stöðug­leika sem fólk vildi sjá.

„Hnign­un í sam­starfi og vax­andi van­traust inn­an ESB-ríkj­anna sjálfra ætti einnig að kalla á var­færni og gagn­rýna hugs­un. Ein­hverj­ir hafa fært þau rök fyr­ir inn­göngu að það sé til þess að ná verðbólgu og vöxt­um niður, en hafa fært sig yfir á vagn varn­ar- og ör­ygg­is­mála í dag þegar við sjá­um vexti á niður­leið. Við búum vissu­lega við óvissu í alþjóðakerf­inu sem krefst þess að við stönd­um vakt­ina í varn­ar­mál­um og ut­an­rík­is­stefnu en slík staða rétt­læt­ir ekki rót­tæk­ar stefnu­breyt­ing­ar. Að ganga í ESB væri stærsta ut­an­rík­is­ákvörðun sem Ísland tæki frá lýðveld­is­stofn­un og krefst vandaðs und­ir­bún­ings.

Ég vil því spyrja hæst­virt­an ráðherra: Styður hæst­virt­ur ráðherra það að flýta þjóðar­at­kvæðagreiðslu um inn­göngu Íslands í Evr­ópu­sam­bandið?“

Skringi­legs mis­skiln­ings gæt­ir

Inga sagði rétt að Flokk­ur fólks­ins væri al­farið á móti inn­göngu Íslands í Evr­ópu­sam­bandið.

„Það virðist gæta ein­hvers skringi­legs mis­skiln­ings þegar við erum að tala um þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Í þess­ari þjóðar­at­kvæðagreiðslu er ekki verið að greiða at­kvæði um hvort við séum að ganga í Evr­ópu­sam­bandið. Það er verið að greiða at­kvæði um það hvort við eig­um að hefja aðild­ar­viðræður að nýju um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið þar sem í raun­inni Íslend­ing­um öll­um gefst tæki­færi á því að segja sína skoðun um það. Þetta er lýðræðis­legt mann­rétt­inda­mál og eins og Flokk­ur fólks­ins hef­ur alltaf sagt: Við erum al­gjör­lega hlynnt beinu lýðræði. Við treyst­um þjóðinni al­gjör­lega fyr­ir því að taka ákv­arðanir. Flokk­ur fólks­ins mun í öllu virða þær ákv­arðanir sem þjóðin tek­ur sjálf við kjör­borðið þannig að áfram segi ég það, svo það sé hafið yfir all­an vafa: Flokk­ur fólks­ins mun segja nei í þjóðar­at­kvæðagreiðslunni,“ sagði Inga. 

Hún bætti við að það væri eig­in­lega sorg­legt ef hátt­virt­ir þing­menn gerðu ekki grein­ar­mun á þjóðar­at­kvæðagreiðslu sem fæli í sér spurn­ing­una til þjóðar­inn­ar um það hvort hún vildi hefja aðild­ar­viðræður eða spurn­ingu til þjóðar­inn­ar um hvort hún ætti að ganga í Evr­ópu­sam­bandið.

„Hvort við eig­um að flýta þeirri þjóðar­at­kvæðagreiðslu eins og hátt­virt­ur þingmaður nefn­ir — ég sé enga ástæðu til þess. Það hef­ur ekki komið inn á mitt borð og ég hef ekki tekið neina ákvörðun hvað það varðar eða hef þurft að ræða það til þessa, þannig að Flokk­ur fólks­ins seg­ir nei.“

Látið líta út eins og skoðun­ar­ferð

Ingi­björg þakkaði Ingu fyr­ir skýr svör.

„Það er nefni­lega oft látið líta svo út eins og viðræður við ESB séu bara ákveðin skoðun­ar­ferð, að við séum að kíkja í pakk­ann. En staðreynd­in er sú að aðild­ar­viðræður eru aðlög­un­ar­ferli. Þær snú­ast ekki um að semja um hvað við fáum held­ur hvernig við get­um aðlagað ís­lenskt sam­fé­lag að kerf­um og reglu­verki sam­bands sem hef­ur breyst mikið á síðustu árum,“ sagði hún.

Hún spurði þvínæst Ingu hvort hún myndi virða niður­stöðu þjóðar­inn­ar, færi svo að hún samþykkti inn­göngu í ESB.

Treyst­ir þjóðinni

„Við erum hér starf­andi fyr­ir þjóðina, í henn­ar umboði, og það mun ég halda áfram að gera af öllu mínu hjarta. Þannig að ef þjóðin mín tal­ar í þjóðar­at­kvæðagreiðslu, þó að ég sé henni ekki sam­mála, þá mun ég í öll­um til­vik­um samþykkja þá niður­stöðu vegna þess að ég treysti þjóðinni minni til að rata rétt­an veg sem er henni fyr­ir bestu,“ sagði Inga. 

mbl.is